Keppni
Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2016 verður á mánudaginn næstkomandi

Mynd frá keppninni í fyrra sem hét þá Matreiðslumaður ársins. Sigurvegarinn Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu.
Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið standa fyrir keppninni Kokkur ársins 2016 sem haldin verður í Hörpu dagana 8. og 13. febrúar.
Eins og fram hefur komið þá höfðu allir faglærðir matreiðslumenn möguleika á að senda inn eina uppskrift af kjúklingarétti í keppnina ásamt mynd af réttinum. Innsendar uppskriftir voru nafnlausar en alls bárust 15 innsendingar. Dómnefnd valdi 10 uppskriftir sem þeim þótti skara fram úr í frumleika, nýtingu hráefnis, útliti og bragði.
Þeir 10 keppendur sem komust áfram í undanúrslit eru:
- Ari Þór Gunnarsson, Fiskifélagið
- Arsen Aleksandersson, Haust Fosshótel
- Axel Björn Clausen Matias, Fiskmarkaðurinn
- Denis Grbic, Grillið Hótel Saga
- Hafsteinn Ólafsson, Nasa
- Jóel Þór Árnason, Perlan
- Logi Brynjarsson, Höfnin Veitingastaður
- Sigurjón Bragi Geirsson, Kolabrautin
- Stefán Eli Stefánsson, Perlan
- Ylfa Helgadóttir, Kopar
Undanúrslitarkeppnin fer fram á veitingastaðnum Kolabrautinni í Hörpu mánudaginn 8. febrúar kl. 10.00 -15.00. Úrslit verða tilkynnt kl. 16.00 þar sem fimm bestu kokkarnir tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin verður í Hörpu laugardaginn 13. febrúar þar sem Kokkur ársins 2016 verður krýndur um kvöldið.
Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með keppninni og sjá meistara kokka að störfum.
Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt18 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





