Markaðurinn
Tvö áhugaverð námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur
Þann 9. júní nk. hefjast tvö áhugaverð námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur í hótel- og veitingageiranum. Námskeiðin eru á vegum IÐUNNAR fræðsluseturs og verða haldin í gegnum Teams fjarfundar- og samskiptakerfið auk vinnustofu.
Framlínan og þjónusta
Á námskeiðinu Framlínan og þjónusta er markmiðið að auka færni þátttakenda í þjónustu við viðskiptavini. Það er tvískipt, vefnám auk vinnustofu þar sem unnið er með raundæmi. Fjallað er um leiðir til þess að auka gæði í þjónustu, hvernig á að nálgast viðskiptavini viðskiptavininn, takast á við kvartanir, sölumál og fl.
Framlínustjórnun
Námskeiðið Framlínustjórnun er hugsað til þess að auka færni framlínustjórnenda, millistjórnenda og vaktstjóra. Námskeiðið er tvískipt, þ.e. vefhluti og handleiðsla. Á námskeiðinu er fengist við ýmis hagnýt atriði sem tengjast samskiptum á vinnustað, starfsmannamálum, erfiðum málum á vinnustað og þá áskorun sem fylgir því að stýra hópi jafningja. Námskeiðið er sneisafullt af margvíslegum hagnýtum ráðum.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.