Vertu memm

Markaðurinn

Tvö áhugaverð námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur

Birting:

þann

Þjónn -Framreiðslumaður

Þann 9. júní nk. hefjast tvö áhugaverð námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur í hótel- og veitingageiranum. Námskeiðin eru á vegum IÐUNNAR fræðsluseturs og verða haldin í gegnum Teams fjarfundar- og samskiptakerfið auk vinnustofu.

Framlínan og þjónusta
Á námskeiðinu Framlínan og þjónusta er markmiðið að auka færni þátttakenda í þjónustu við viðskiptavini. Það er tvískipt, vefnám auk vinnustofu þar sem unnið er með raundæmi. Fjallað er um leiðir  til þess að auka gæði í þjónustu, hvernig á að nálgast viðskiptavini viðskiptavininn, takast á við kvartanir, sölumál og fl.

Nánari upplýsingar hér.

Framlínustjórnun
Námskeiðið Framlínustjórnun er hugsað til þess að auka færni framlínustjórnenda, millistjórnenda og vaktstjóra. Námskeiðið er tvískipt, þ.e. vefhluti og handleiðsla. Á námskeiðinu er fengist við ýmis hagnýt atriði sem tengjast samskiptum á vinnustað, starfsmannamálum, erfiðum málum á vinnustað og þá áskorun sem fylgir því að stýra hópi jafningja. Námskeiðið er sneisafullt af margvíslegum hagnýtum ráðum.

Nánari upplýsingar hér.

Mynd: úr safni

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið