Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tvær nýjar mathallir opna á Akureyri, aðeins skáhalt á móti hvor öðrum
Áætlað er að 500 fermetra mathöll verði opnuð á Glerártorgi á næsta ári. Þá er stefnt að því að verslunarmiðstöðin stækki og bílastæðum fjölgi og ákveðið er að verslanir færi sig um set, Nettó flyst til dæmis í haust í plássið þar sem Rúmfatalagerinn var í suðvestur hluta hússins.
Er ekkert skrítið að Glerártorg sé að vinna að opnun mathallar þegar nýlega var tilkynnt að 1000 fm mathöll yrði opnuð í gamla Ásprents húsnæðinu við Glerárgötu sem er aðeins spölkorn frá Glerártorgi?
„Við höfum lengi viljað gefa veitingum meira pláss í verslunarmiðstöðinni svo við höldum bara okkar áformum sama hvað aðrir gera. Þetta er ekki ný hugmynd hjá okkur heldur eðlilegt skref að stíga.
Við þurfum að gera breytingar í takt við tímann og tíðarandann. Hluti af því er að styrkja veitingaþjónustuna í verslunarmiðstöðinni sem hefur verið alveg í lágmarki miðað við það sem gengur og gerist í sambærilegum verslunarmiðstöðum. Eins og staðan er núna þá er aðeins 3% af heildarþjónustunni á Glerártorgi veitingar sem er lítið miðað við það sem gengur og gerist almennt í verslunarmiðstöðum. Við ætlum að stækka þennan hluta um helming en erlendis eru veitingastaðir oft 20% af heildarhlutfalli verslunarmiðstöðva. Mathöllin um styrkja Glerártorg enn frekar og laða að yngra fólk.“
Segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fasteignafélaginu Eik í samtali við Akureyri.net
Ítarlega umfjöllun um breytingarnar má finna á vef Akureyri.net hér, þar sem Sturla Gunnar Eðvarðsson situr fyrir svörum.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð