Viðtöl, örfréttir & frumraun
Tímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
Í gær var skrifað undir samstarfssamning sem markar tímamót í sögu íslenskra barþjóna. Barþjónaklúbbur Íslands (BCI) og MATVÍS hafa komist að samkomulagi sem tryggir barþjónum loksins skýran og viðurkenndan rétt til að ganga í fag stéttarfélag innan greinarinnar.
Í fyrsta sinn liggur nú fyrir formleg leið fyrir barþjóna sem hafa lokið viðurkenndu námi eða námskeiðum að verða félagsmenn í MATVÍS og þar með fá laun, réttindi og kjör samkvæmt gildandi kjarasamningi. Þetta geta m.a. verið IBA (International Bartenders Association) vottuð námskeið eða ,,European Bartender School“. Þetta er stórt framfaraskref fyrir starfsgrein sem lengi hefur starfað án skýrrar stéttarfélagsstöðu.
„Þetta er risastór dagur fyrir íslenska barþjóna,“
segir Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands.
„Við höfum í mörg ár unnið að því að skapa meira svigrúm fyrir fagmennsku, stöðugleika og framtíðarmöguleika fyrir barþjóna, og að félagar okkar geti nú gengið í MATVÍS er mjög stór áfangi. Þetta er viðurkenning á faginu sem mun skipta sköpum fyrir íslenska barþjóna.“
Samningurinn felur einnig í sér að Fagfélögin og MATVÍS veita Barþjónaklúbbi Íslands geymslu- og fundaraðstöðu til starfsemi sinnar. Þar með styrkist rekstrargrunnur klúbbsins og möguleikar á fleiri og sterkari viðburðum, fræðslu og fundarhöldum.
Óskar Hafnfjörð, formaður MATVÍS, fagnar samstarfinu:
„Barþjónar eru mikilvægur og sífellt stærri hluti veitingagreinarinnar. Það er okkur ánægjuefni að geta veitt þeim sama stuðning, kjör og starfsöryggi og öðrum fagstéttum í greininni. Þetta er mikið framfaraskref fyrir alla.“
Samningurinn tekur gildi strax og gildir þar til annað er ákveðið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






