Pistlar
Til gamans um gamla góða daga
Ekki man ég nákvæmlega dagsetninguna eða árið en atvikið man ég nokkuð vel. Einn daginn vorum við fjórir kokkar og þrír lærlingar að vinna í eldhúsinu í kjallaranum á Hótel Loftleiðum þegar Magnús kenndur við Garra birtist í dyrunum með fangið fullt af plastpokum.
Hann var smá klaufalegur með alla þessa plastpoka svo við skelltum uppúr. Magnús var vel þekktur af okkur í eldhúsinu enda með frábærar stóreldhús vörur. Þarna var hann með fimm eða sex mismunandi poka með frosnu grænmeti. Magnús sem þekkti sig vel í eldhúsinu okkar snaraðist í uppvaskið og náði í nokkra litla potta setti vatn í og á heitar hellurnar á eldavélinni.
Þarna fengum við svo kennslustund í notkun á frosnu grænmeti. Það er að segja: Það á ekki að sjóða heldur bara að hita. Frosið grænmeti er forsoðið áður en það er fryst.
Á þessum árum var bókstaflega allt grænmeti sem við notuðum dósamatur. Þetta voru þvílík umskipti að við hlógum ekki meir. Magnús var þarna að sýna okkur þvílíka breytingu á soðnu grænmeti. Magnús var eigandi að Garra og einn af okkar allra virtustu heildsölum. Nokkrum vikum eftir þetta var dósalagerinn bókstafleg horfinn en frystirinn orðinn of lítill.
© Höfundur er Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni21 klukkustund síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati