Pistlar
Til gamans um gamla góða daga
Ekki man ég nákvæmlega dagsetninguna eða árið en atvikið man ég nokkuð vel. Einn daginn vorum við fjórir kokkar og þrír lærlingar að vinna í eldhúsinu í kjallaranum á Hótel Loftleiðum þegar Magnús kenndur við Garra birtist í dyrunum með fangið fullt af plastpokum.
Hann var smá klaufalegur með alla þessa plastpoka svo við skelltum uppúr. Magnús var vel þekktur af okkur í eldhúsinu enda með frábærar stóreldhús vörur. Þarna var hann með fimm eða sex mismunandi poka með frosnu grænmeti. Magnús sem þekkti sig vel í eldhúsinu okkar snaraðist í uppvaskið og náði í nokkra litla potta setti vatn í og á heitar hellurnar á eldavélinni.
Þarna fengum við svo kennslustund í notkun á frosnu grænmeti. Það er að segja: Það á ekki að sjóða heldur bara að hita. Frosið grænmeti er forsoðið áður en það er fryst.
Á þessum árum var bókstaflega allt grænmeti sem við notuðum dósamatur. Þetta voru þvílík umskipti að við hlógum ekki meir. Magnús var þarna að sýna okkur þvílíka breytingu á soðnu grænmeti. Magnús var eigandi að Garra og einn af okkar allra virtustu heildsölum. Nokkrum vikum eftir þetta var dósalagerinn bókstafleg horfinn en frystirinn orðinn of lítill.
© Höfundur er Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni