Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind í haust – Myndir

Birting:

þann

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind í haust

Gleðin var við völd þegar veitingaaðilar og starfsfólk Heima og Smáralindar komu saman

Fasteignafélagið Heimar og Smáralind hafa skrifað undir samning við þrettán veitingaaðila um opnun veitingastaða á nýju og stórglæsilegu veitingasvæði í austurenda Smáralindar sem opnar í haust.

Kynningarmyndband

Með nýja veitingasvæðinu styrkist veitinga- og afþreyingarflóra Smáralindar með fjölbreyttara úrvali veitinga sem höfðar til hópa í mismunandi erindagjörðum, allt frá fólki í leit að fljótgerðum og aðgengilegum mat yfir í hágæða matarupplifun. Veitingasvæðið verður mikil lyftistöng fyrir þær tugþúsundir sem búa og starfa í kringum Smáralind og verður kærkomin viðbót í veitingaflóru svæðisins, hvort sem er á daginn eða á kvöldin.

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind í haust

Skálað var fyrir góðu samstarfi og spennandi tímum framundan

Nýir og þekktir veitingastaðir undir sama þaki

Af þeim þrettán veitingastöðum sem opna á nýja veitingasvæðinu eru tíu nýir í Smáralind og nokkrir sem hingað til hafa aðeins verið í miðbæ Reykjavíkur. Þá kemur veitingastaðurinn Hjá Höllu, sem margir þekkja frá Grindavik og flugstöðinni, auk tveggja alveg nýrra veitingastaða.

Veitingastaðirnir sem verða hluti af nýja veitingasvæðinu í Smáralind eru:

Djúsí Sushi
Funky Bhangra
La Trattoria
Hjá Höllu
Fuego
Neo pizza
Yuzu borgarar
Gelato ís
Sbarro
Serrano
Subway
Top wings
5 Spice by XO

„Við höfum fengið til liðs við okkur farsælustu veitingaaðila landsins til að sjá um matarupplifunina á þessu nýja svæði í Smáralind.

Svæðið sjálft er hannað af Javier Bootello og hans fólki hjá Basalt arkitektum og hugsunin er að þarna geti fólk komið saman, notið góðs matar og átt huggulega stund í fallegu umhverfi hvort sem það er í hádeginu eða á kvöldin,”

segir Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Heimum.

Fagnað með samstarfsaðilum

Gleði og eftirvænting sveif yfir vötnum þegar starfsfólk Heima og Smáralindar og rekstraraðilar nýju veitingastaðanna komu saman til að innsigla samstarfið. Búist er við að framkvæmdum ljúki á næstu vikum og að hægt verði að opna nýju veitingastaðina um mánaðarmótin október/nóvember.

Opnun veitingasvæðisins markar tímamót í sögu Smáralindar og setur nýjan mælikvarða á fjölbreytni og gæði veitingaframboðs í verslunarmiðstöðvum hér á landi.

Myndir: Anton Bjarni / Smáralind

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið