Vertu memm

Bocuse d´Or

Þráinn Freyr næsti Bocuse d´Or keppandi

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon

Þráinn Freyr Vigfússon

Bocuse d’Or Akademían á Íslandi kynnti á Grand hóteli á sýningunni StórEldhúsið, næsta keppanda sem fer fyrir Íslands hönd í undankeppni fyrir Bocuse d´Or matreiðslukeppnina í LYON í Frakklandi sem haldin verður að þessu sinni í janúar 2011, en sjálf undankeppnin verður Genf í Sviss dagana 7. – 8. júní 2010.

Keppandinn verður Þráinn Freyr Vigfússon  aðstoðar-yfirmatreiðslumaður í Grillinu.  Þráinn hefur einnig áunnið sér titilinn Matreiðslumaður ársins í árlegri keppni mateiðslumanna sem haldin er á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara.  Aðal þjálfari Þráins verður Hákon Már Örvarsson, sem á sínum tíma hreppti 3. sætið í þessari keppni árið 2001.

Sturla Birgisson verður einnig kjölfesta í öllum undirbúningi fyrir keppnina, en hann verður einn af 24 dómurum í keppninni. Þeir Friðgeir Ingi Eiríksson, Ragnar Ómarsson og Björgvin Mýrdal, sem tekið hafa þátt í þessari keppni fyrir Íslands hönd, í þessari erfiðustu einstaklings matreiðslukeppni í heiminum, munu svo leggja sitt að mörkum við verkefnið og þjálfun Þráins.

Þátttaka í keppni sem þessari er mjög kostnaðarsöm og án góðra styrktaraðila væri þetta ekki framkvæmanlegt.

Styrktaraðilar að þessu verkefni eru; Ekran, Ó.Johnson & Kaber, Dreifing, Fastus, Radisson SAS, Samtök ferðaþjónustunar og Ólafur Jóhannesson sýningarhaldari StórEldhúsið.

Mynd: Sveinbjörn Úlfarsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið