Axel Þorsteinsson
Thomas Coohill – Rub 23
Fyrsta skiptið sem ég kem à Rub 23 og verður stutt í það að ég fari aftur og sjái hvað þeir hafa upp á að bjóða.
Gestakokkur þeirra í ár er Thomas Coohill og hefur verið kokkur síðan hann var 17 ára, hann lærði færðin sín hjá meistarakokkum á 3 stjörnu Michelin L’Oustau de baumaniere í Frakklandi, fimm stjörnu Mobile Le Francais í Illinois og Ma Masion í Los Angeles.
Thomas hefur afrekað mikið í bandaríkjunum og er vel virtur à sínum heimaslóðum.
Kokteill:
Minnir mig smá à kokteillinn í fyrra en með twisti, virkilega flottur.
Fínn starter, humarinn góður.
Mjög góð bleikja

Lambahryggvöðvi, stökkar kartöflur, gulrótamauk, þurrkaðar villijurtir, steikt rósmarín, rósakàl, mintu ilmandi lambasoð
Alltaf flottur réttur en þessi var spot on, lambið frábært.

Hverabrauðsbúðingur, saltaður karamellu skyr ís, reyka bökuð villt ber.
Mjög góður ís, en þarf að fínisera kökuna/búðinginn
Flottur staður og flott stemning, væri gaman að koma aftur og taka konuna með sér þá, en ekki kokkanema 🙂
Myndir: Björn
/Axel
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays













