Markaðurinn
Þeytari ársins 2009
EKRAN sem umboðsaðili DEBIC á Íslandi kynnir með ánægju keppnina „Þeytari ársins 2009“. Keppnin Þeytari Ársins felst í að handþeyta 1 lítra af DEBIC DUO rjóma, keppnistími er að hámarki 10 mínútur, frá upphafi til enda.
Dæmt verður eftir magni, áferð, tíma o.fl.
Dómarar eru þeir Friðgeir Ingi Eiríksson (Hótel Holt) og Hafliði Ragnarsson (Mosfellsbakarí).
Hámarksfjöldi keppenda er takmarkaður við 24. (Þeir fyrstu sem skrá sig komast að).
Skráning fer fram á heimasíðu Ekrunnar: www.1912.is/ekran/skraning
Takmarkanir:
Keppnin er einvörðungu fyrir bakara, matreiðslumenn/konur og nema.
Keppnin Þeytari Ársins verður haldin í tengslum við sýninguna STÓRELDHÚSIÐ 2009. Fimmtudaginn 29 október í andyri Grand Hótel keppnin hefst stundvísislega kl. 16:30
Vegleg verðlaun verða fyrir siguvegara keppninna, farandverðlaunagripurinn ÞEYTARI ÁRSINS ásamt persónulegum verðlaunum.
Nánari upplýsingar veita þeir Guðmundur Hallgrímsson í síma 530-8518 / 897-8640 eða Jón Ingi Einarsson í síma 530-8596 / 824-8596
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt20 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





