Markaðurinn
Þetta er svolítið öðruvísi barþjónakeppni – Finlandia Mystery Basket
Barþjónakeppnin „Finlandia Mystery Basket“ verður haldin fimmtudagskvöldið 22. október, klukkan 22 með fljótandi veigum á Lava barnum í Reykjavík.
Keppnisfyrirkomulagið er skemmtilegt og öðruvísi en við er að búast, keppendur finna sætan long drink kokteil úr því hráefni sem verður í óvissu körfunni og fá allir sömu körfuna.
Keppendur fá 5 mínútur til undirbúnings og smökkunar, 7 mín í keppninni sjálfri. Besti kokteillinn að mati dómnefndar vinnur, refsistig gefin fyrir umframtíma og illa frágengna vinnustöð.
Í vinning er gjafabréf frá Wow air ásamt fjölda annarra vinninga.
Eftir keppni mun DJ Sindri BM halda uppi stemningu til lokunar. Auðvitað verður gestum leyft að smakka kokteilana, ásamt því að góð tilboð verða á barnum fyrir þá sem vilja meira.
Barþjónar geta skráð sig til keppni á [email protected] til 20. október n.k.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt4 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila
-
Keppni2 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop