Markaðurinn
Þetta er svolítið öðruvísi barþjónakeppni – Finlandia Mystery Basket
Barþjónakeppnin „Finlandia Mystery Basket“ verður haldin fimmtudagskvöldið 22. október, klukkan 22 með fljótandi veigum á Lava barnum í Reykjavík.
Keppnisfyrirkomulagið er skemmtilegt og öðruvísi en við er að búast, keppendur finna sætan long drink kokteil úr því hráefni sem verður í óvissu körfunni og fá allir sömu körfuna.
Keppendur fá 5 mínútur til undirbúnings og smökkunar, 7 mín í keppninni sjálfri. Besti kokteillinn að mati dómnefndar vinnur, refsistig gefin fyrir umframtíma og illa frágengna vinnustöð.
Í vinning er gjafabréf frá Wow air ásamt fjölda annarra vinninga.
Eftir keppni mun DJ Sindri BM halda uppi stemningu til lokunar. Auðvitað verður gestum leyft að smakka kokteilana, ásamt því að góð tilboð verða á barnum fyrir þá sem vilja meira.
Barþjónar geta skráð sig til keppni á [email protected] til 20. október n.k.
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt6 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn4 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni5 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir3 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn2 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





