Keppni
Þessi komust áfram í úrslit Nemakeppni Kornax í bakstri

Keppendur í forkeppninni.
F.v. Viðar Logi Pétursson, Karen Eva Harðardóttir, Hákon Hilmarsson, Hrólfur Erlin Guðmundsson, Jófríður Kristjana Gísladóttir
Föstudaginn 2. mars s.l. fór fram undankeppni í bakstri fyrir Nemakeppni Kornax í Hótel- og matvælaskólanum.
Sjá einnig: Nemakeppni Kornax í bakstri – Forkeppnin haldin 2. mars
Keppnin var að venju bæði hörð og spennandi enda leggja nemarnir hart að sér til þess að komast í úrslitin.
Sjá einnig: Æfingar fyrir nemakeppni í bakstri í fullum gangi
Það var augljóst að allir væru búnir að undirbúa sig vel enda fór það þannig að nokkuð jafnt var á stigum.
Þau sem komust áfram í úrslit eru:
- Hákon Hilmarsson- Aðalbakarinn
- Karen Eva Harðardóttir- Brauð og Co
- Viðar Logi Pétursson- Brikk
Úrslitin verða haldin 13. – 14. apríl, en nánari staðsetning verður tilkynnt síðar.
Myndir tók Stefán Gaukur Rafnsson söluráðgjafi hjá Kornax
Myndir: Stefán Gaukur Rafnsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays










