Keppni
Þessi keppa til úrslita í Íslandsmóti framreiðslunema 2013
Nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu fer fram á morgun laugardaginn 28. september í Hótel- og matvælaskólanum. Fimm keppendur voru skráðir til leiks hjá framreiðslunemunum, en tveir hafa tilkynnt veikindi og eru þá einungis þrír sem keppa á morgun.
Þau þrjú sem keppa á morgun í framreiðslu eru:
- Alfreð Ingvar Gústafsson, framreiðslunemi á Fellini
- Ólöf Rún Sigurðardóttir, framreiðslunemi á Radisson Blu
- Ólöf Vala Ólafsdóttir, framreiðslunemi á VoX
Í framreiðslu verður keppt í borðskreytingu, framreiðslu, blöndun drykkja, flamberingu og sérvettubrotum. Framreiðslunemarnir byrja á sama tíma og matreiðslunemarnir, þ.e. klukkan 08:30 í fyrramálið laugardaginn 28. september og byrja á því að keppa í blöndun drykkja, flambera, setja upp borð og borðskreytingu og framreiða síðan 3ja rétta máltíð frá kl. 12:30. Það eru fjórir gestir sem sitja til borðs. Fimmti rétturinn fer í smakk og sjötti fer í útstillingu.
Mynd: Matthías
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024