Keppni
Þessi keppa til úrslita í Íslandsmóti framreiðslunema 2013
Nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu fer fram á morgun laugardaginn 28. september í Hótel- og matvælaskólanum. Fimm keppendur voru skráðir til leiks hjá framreiðslunemunum, en tveir hafa tilkynnt veikindi og eru þá einungis þrír sem keppa á morgun.
Þau þrjú sem keppa á morgun í framreiðslu eru:
- Alfreð Ingvar Gústafsson, framreiðslunemi á Fellini
- Ólöf Rún Sigurðardóttir, framreiðslunemi á Radisson Blu
- Ólöf Vala Ólafsdóttir, framreiðslunemi á VoX
Í framreiðslu verður keppt í borðskreytingu, framreiðslu, blöndun drykkja, flamberingu og sérvettubrotum. Framreiðslunemarnir byrja á sama tíma og matreiðslunemarnir, þ.e. klukkan 08:30 í fyrramálið laugardaginn 28. september og byrja á því að keppa í blöndun drykkja, flambera, setja upp borð og borðskreytingu og framreiða síðan 3ja rétta máltíð frá kl. 12:30. Það eru fjórir gestir sem sitja til borðs. Fimmti rétturinn fer í smakk og sjötti fer í útstillingu.
Mynd: Matthías
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas