Keppni
The Coocoo’s Nest hreppti titilinn Súrdeigsbrauð ársins
Keppnin um súrdeigsbrauð ársins 2019 fór fram föstudaginn 11. október og voru viðbrögðin við henni í alla staði frábær.
Tíu bakarí af öllu landinu skráðu sig í keppnina og mátti hvert bakarí aðeins senda inn eitt brauð, sem annað hvort væri í sölu eða yrði til sölu eftir keppnina. Að morgni keppnisdags streymdu brauðin inn bæði með flugi og strætó.
Í gær voru úrslitin kynnt og bar súrdeigsbrauðið frá The Coocoo’s Nest sigur úr býtum, enda þótti það listilega vel gert brauð, einstaklega fallegt, ilmríkt og bragðgott. Svo gott að fólk ætti að gera sér ferð út á Granda til að næla sér í eitt slíkt.
Það var frú Eliza Reid, forsetafrú sem afhenti The Coocoo’s Nest verðlaunin Súrdeigsbrauð ársins 2019-2020.
Það voru aðstandendur tímaritsins Fæða|Food – A Little Taste of Iceland sem stóðu fyrir keppninni í tilefni af því að fjórða tölublað tímaritsins er væntanlegt.
Eitt aðalþema næsta tölublaðs er bakstur og íslenskar hefðir sem tengjast bakstri. Meðal efnis er íslenska flatkakan, endurkoma brauðtertunnar, veisluhefðir landans, íslenskt kaffibrauð og byltingin sem orðið hefur í súrdeigsbakstri á Íslandi.
Í dómnefnd sátu:
- Árni Ólafur Jónsson – gestaritstjóri Fæða|Food 2019, kokkur og sjónvarpsmaður
- Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakanna á Íslandi og eigandi Vínskólans
- Ragnheiður Maísól Sturludóttir, listamaður og stofnandi Facebook-hópsins Súrdeigið
Dómnefndin gaf einkunn út frá bragði, þéttleika, skorpu, ilmi, útliti o.fl. Almennt var dómnefndin mjög sátt við gæðin á súrdeigsbrauðunum sem voru send inn en þrjú brauð voru þó stigahæst:
- Litla brauðstofan – Hveragerði – bakari: Dörthe Zenker frá Þýskalandi
- The Coocoo’s Nest – Reykjavík – bakari: Lucas Keller frá Bandaríkjunum
- Sandholt bakarí – Reykjavík – bakari: Bashir Mirafghan frá Afganistan
Sérstaka viðurkenningu hlaut Sigfús hjá Brauðhúsinu Grímsbæ fyrir framúrskarandi brauð og fyrir að vera brautryðjandi í súrdeigsbakstri á Íslandi. Brauðið frá Brauðhúsinu var eina heilkorna formbrauðið sem sent var inn og því töluvert ólíkt hinum brauðunum í keppninni.
Við óskum Coocoo’s Nest innilega til hamingju með sigurinn.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt