Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Þau þekkja hvern krók og kima á Gamla Bauk,“ segir Kristján Örn
Nýr kafli er hafinn í sögu Gamla Bauks á Húsavík., en framreiðslumeistarinn Kristján Örn Sævarsson, Þórunn Harðardóttir, Heimir Harðarson og Hildur Harðardóttir hafa ásamt mökum keypt allan húsakost Bauksins af Norðursiglingu. Með kaupunum er stefnt að því að tryggja rekstraröryggi og framtíð veitingastaðarins til lengri tíma.
Í umfjöllun Husavik.com kemur fram að Kristján Örn og eiginkona hans, Kristveig Halla, standi að félaginu Norðanmatur, sem hefur rekið Gamla Bauk undanfarin ár. Með kaupunum breytist staða þeirra úr leigutökum í hluthafa í húsnæðinu, í samstarfi við börn Harðar Sigurbjarnarsonar, sem var einn af upprunalegum hugmyndasmiðum staðarins.
Kristján segir ákvörðunina fyrst og fremst hafa snúið að því að festa reksturinn í sessi eftir að Norðursigling setti Gamla Bauk á sölu. Við leit að samstarfsfólki hafi verið horft til aðila með sterkar taugar til staðarins, enda sé sameiginlegur vilji til að byggja áfram á sögu og sérstöðu Bauksins.
Gamli Baukur á sér langa og merka sögu í bæjarlífi Húsavíkur og á rætur að rekja til sýslumannshúss sem reist var árið 1843. Undir lok 20. aldar tengdist endurreisn staðarins uppbyggingu Norðursiglingar og áhuga á sjóminjum og eikarbátum.
Veitingageirinn.is heimsótti Gamla Bauk síðastliðið sumar og birti veitingarýni þar sem fjallað var um mat, þjónustu og stemningu á staðnum. Í lok viðtalsins á Husavik.com berst talið að Þorrablótinu, einum stærsta viðburði ársins í rekstri Bauksins, en Kristján segir undirbúning ganga vel og að reynslan sé orðin mikil eftir fjögur Þorrablót í umsjón hans.
Lesa má nánar um kaupin og framtíðarsýn nýrra eigenda á Husavik.com.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi






