Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þarf alltaf að vera vín? – Öflugur og fróðlegur facebook hópur – Yfir átta þúsund meðlimir
Fróðleg og áhugaverð umræða um léttvín og blandaða drykki er hægt að lesa í skemmtilegum facebook hóp sem heitir: Þarf alltaf að vera vín?
Hvetjum alla til að fylgjast með hópnum hér.
Þegar þetta er skrifað þá eru rúmlega 8200 meðlimir í hópnum, sem bæði taka virkan þátt í umræðum, aðstoða fólk og njóta síðan allskyns fróðleik frá stjórnendum hópsins, ásamt viðtöl við þjóðþekkta einstaklinga.
Að hópnum standa tveir fagmenn sem eru vel þekktir í veitingageiranum, en það eru þeir:
Grétar Matthíasson
Grétar er framreiðslu-, og matreiðslumaður að mennt og meistari í báðum greinum. Grétar hefur verið veitingastjóri á Grillmarkaðinum til fjölda ára, er forseti Barþjónaklúbbs Íslands og margverðlaunaður framrteiðslumeistari.
Grétar hreppti titilinn Íslandsmeistari Barþjóna 2017 en hann keppti með drykkinn “Peach Perfect”, sem samanstendur af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.
Grétar gerði sér lítið fyrir og vann gullið í Heimsmeistaramóti Barþjóna 2018 í flokki short drinks.
Fleiri fréttir um Grétar hér.
Örn Erlingsson
Örn lærði fræðin sín í Perlunni og útskrifaðist vorið 2013 með sveinspróf í matreiðslu. Örn hefur starfað á veitingastaðnum lava í Bláa Lóninu, Tapas barnum, Apótekinu, Grillmarkaðinum, yfirmatreiðslumaður á Skihotel Speiereck í Austurríki, sölustjóri fyrir stóreldhús hjá Bako Ísberg, svo fátt eitt sé nefnt.
Örn starfar nú sem yfirmatreiðslumaður hjá Kaffitári.
Fleiri fréttir um Örn hér.
Þarf alltaf að vera vín?, er klárlega facebook hópur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Facebook hópurinn: Þarf alltaf að vera vín?
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati