Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þarf alltaf að vera vín? – Öflugur og fróðlegur facebook hópur – Yfir átta þúsund meðlimir
Fróðleg og áhugaverð umræða um léttvín og blandaða drykki er hægt að lesa í skemmtilegum facebook hóp sem heitir: Þarf alltaf að vera vín?
Hvetjum alla til að fylgjast með hópnum hér.
Þegar þetta er skrifað þá eru rúmlega 8200 meðlimir í hópnum, sem bæði taka virkan þátt í umræðum, aðstoða fólk og njóta síðan allskyns fróðleik frá stjórnendum hópsins, ásamt viðtöl við þjóðþekkta einstaklinga.
Að hópnum standa tveir fagmenn sem eru vel þekktir í veitingageiranum, en það eru þeir:
Grétar Matthíasson
Grétar er framreiðslu-, og matreiðslumaður að mennt og meistari í báðum greinum. Grétar hefur verið veitingastjóri á Grillmarkaðinum til fjölda ára, er forseti Barþjónaklúbbs Íslands og margverðlaunaður framrteiðslumeistari.
Grétar hreppti titilinn Íslandsmeistari Barþjóna 2017 en hann keppti með drykkinn “Peach Perfect”, sem samanstendur af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.
Grétar gerði sér lítið fyrir og vann gullið í Heimsmeistaramóti Barþjóna 2018 í flokki short drinks.
Fleiri fréttir um Grétar hér.
Örn Erlingsson
Örn lærði fræðin sín í Perlunni og útskrifaðist vorið 2013 með sveinspróf í matreiðslu. Örn hefur starfað á veitingastaðnum lava í Bláa Lóninu, Tapas barnum, Apótekinu, Grillmarkaðinum, yfirmatreiðslumaður á Skihotel Speiereck í Austurríki, sölustjóri fyrir stóreldhús hjá Bako Ísberg, svo fátt eitt sé nefnt.
Örn starfar nú sem yfirmatreiðslumaður hjá Kaffitári.
Fleiri fréttir um Örn hér.
Þarf alltaf að vera vín?, er klárlega facebook hópur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Facebook hópurinn: Þarf alltaf að vera vín?
Mynd: aðsend
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro