Frétt
Það er kurr á meðal veitingamanna – Herðið landamæraeftirlit
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVF) lýsa yfir þungum áhyggjum vegna kórónuveirusmita sem greinst hafa undanfarna daga. Ljóst er að ekki má mikið út af bregða til þess að herða þurfi takmarkanir á ný og er það eitthvað sem greinin gæti vart afborið.
Greinin hefur vegna þess þurft að lúta ströngum takmörkunum um langt skeið sem hafa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtækin og starfsfólk þeirra. Krár og öldurhús fengu til að mynda ekki að starfa svo mánuðum skipti. Þá var greint frá því á sínum tíma að ein bylgjan hefði hafist á öldurhúsinu Irish pub, þegar í reynd var um að ræða smit sem komust út í samfélagið um landamærin, líkt og upp kom um liðna helgi.
Loks þegar farið var að birta til á ný með afléttingum fáum við fregnir af mögulegu hópsmiti sem á uppruna sinn að rekja til smits sem slapp í gegnum landamærin.
Það er kurr á meðal veitingamanna sem margir hverjir hafa þurft að lúta mjög hörðu eftirliti lögreglu ólíkt þeim sem koma til landsins. SFV óskar eftir því að stjórnvöld setji aukinn kraft og áherslu á eftirlit og leiðbeiningar við landamærin og eftirfylgni, svo tryggja megi að ekki verði hér önnur bylgja.
Nú þegar upp eru komin smit utan sóttkvíar sem sem eiga uppruna sinn á landamærum lýsir SFV yfir þungum áhyggjum af því að veitingastaðir og krár þurfi aftur að lúta hertari takmörkunum og reglum, jafnvel lokunum, með fyrirsjáanlegum skaða.
Veitingageirinn virðir að sjálfsögðu settar reglur eftirleiðis sem áður fyrr en gerir jafnframt augljósa kröfu um að reglur farþega sem eiga að vera í sóttkví séu skýrar og að það sé tryggt að þeim sé fylgt í hvívetna. Það verður eingöngu gert með kröftugu eftirliti og eftirfylgni, ekki ósvipað því sem veitingastaðir og krár hafa upplifað með beinum heimsóknum yfirvalda.
Í veitingageiranum starfa um þúsund fyrirtæki með þúsundir manna í vinnu svo að samfélagslegur skaði af lélegu eftirliti á landamærum er gríðarlegur fyrir samfélagið í heild sinni.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum