Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Teitur Schiöth og Arnar sýna listir sínar | RCC POP-UP #2

Birting:

þann

Petersen svítan í Gamla bíó

Petersen svítan í Gamla bíó

Á fimmtudaginn kemur heldur Reykjavík Cocktail Club POP-UP kvöld í Petersen Svítunni í Gamla Bíó.

Er þetta í annað sinn sem RCC heldur slíkan viðburð og stefnan er að vera með mánaðarlegan viðburð þar sem 2 barþjónar af mismunandi stöðum í bænum leiða saman hesta sína og gera lítinn seðil.

Petersen svítan í Gamla bíó

Út á verönd.
Petersen svítan í Gamla bíó.

Þessir viðburðir eru hugsaðir sem vettvangur fyrir fólk í bransanum og aðra sem hafa áhuga á því að sjá hvað aðrir barþjónar eru að gera, hittast, smakka og spjalla.

Kvöldið verður í höndum Teits Ridderman Schiöth frá Slippbarnum og Arnars Geirs Bjarkasonar frá Public House sem ætla að útbúa drykki ofan í gesti.

Facebook viðburður hér.

 

Myndir: facebook / Petersen svítan í Gamla bíó

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið