Frétt
Svona eru ORA grænar baunir gerðar
Jólaundirbúningurinn byrjar snemma í verksmiðju ORA því þar eru framleiddar þrjátíu þúsund dósir á dag fyrir hátíðirnar, þegar best lætur. Það er margur siðurinn sem tilheyrir jólunum og jólaundirbúningi og margt af því tengist mat. Meðal þess sem fólk neytir í meiri mæli yfir jól og áramót eru niðursoðnar grænar baunir.
Um mánaðamótin september, október byrjar starfsfólk verksmiðju ORA að framleiða fyrir jólin, þar á meðal grænar baunir. Yfir jólahátíðina eru seldar tæplega sjö hundruð þúsund dósir af baununum.
„Við reynum að taka langar lotur í grænum baunum og á góðum degi þá tökum við 30.000 dósir þannig að það fara nokkrir dagar í þetta,“
segir Sigurður Ingi Halldórsson, framleiðslustjóri ORA.
Fátt er íslenskara í hugum margra en Ora grænar baunir um jólin. Þær eiga sér þó alþjóðlegan bakgrunn því að baunirnar koma frá Bandaríkjunum, þær eru settar í dós frá Danmörku. Henni er svo lokað með loki frá Mexíkó.
„Við fáum baunir frá Bandaríkjunum, frá Seattle. Við byrjum á því að leggja þær í bleyti. Það flýtir fyrir upptöku vatns og þyngir þær örlítið,“
segir Sigurður Ingi í samtali við RÚV sem fjallar nánar um málið hér og birtir myndband frá framleiðslunni.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift