Frétt
Svona eru ORA grænar baunir gerðar
Jólaundirbúningurinn byrjar snemma í verksmiðju ORA því þar eru framleiddar þrjátíu þúsund dósir á dag fyrir hátíðirnar, þegar best lætur. Það er margur siðurinn sem tilheyrir jólunum og jólaundirbúningi og margt af því tengist mat. Meðal þess sem fólk neytir í meiri mæli yfir jól og áramót eru niðursoðnar grænar baunir.
Um mánaðamótin september, október byrjar starfsfólk verksmiðju ORA að framleiða fyrir jólin, þar á meðal grænar baunir. Yfir jólahátíðina eru seldar tæplega sjö hundruð þúsund dósir af baununum.
„Við reynum að taka langar lotur í grænum baunum og á góðum degi þá tökum við 30.000 dósir þannig að það fara nokkrir dagar í þetta,“
segir Sigurður Ingi Halldórsson, framleiðslustjóri ORA.
Fátt er íslenskara í hugum margra en Ora grænar baunir um jólin. Þær eiga sér þó alþjóðlegan bakgrunn því að baunirnar koma frá Bandaríkjunum, þær eru settar í dós frá Danmörku. Henni er svo lokað með loki frá Mexíkó.
„Við fáum baunir frá Bandaríkjunum, frá Seattle. Við byrjum á því að leggja þær í bleyti. Það flýtir fyrir upptöku vatns og þyngir þær örlítið,“
segir Sigurður Ingi í samtali við RÚV sem fjallar nánar um málið hér og birtir myndband frá framleiðslunni.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s