Frétt
Global Chefs Challange
Leyfði mér þann munað að sofa frameftir og var það kærkomið, kom mér á lappir um ellefuleitið tók smá skver og fór niður í lobby og las blöðin.
Í hádegismat hafði ég ákveðið að fara á Roley´s ( www.roleysbistro.ie ) það höfðu svo margir mælt með staðnum að það þótti nauðsynlegt að kanna aðstæður.
Mætti og var vísað á borð á efri hæðinni þétt setinn staðurinn þjónninn kom með matseðilinn, bensín og brauð og þá var ég góður í nokkrar mínútur, svo kom að því að ég pantaði.
Í forrétt fékk ég mér Colin´s Rækju bisk og þvílíkt bragð alveg geggjað og ef eitthvað þá betra en Humarbisk. Í aðalrétt Andalæraconfit á hvítlauks og rosmary kartöflumauki með rauðvínssafa, grænmeti dagsins var gulrótarmauk, brasserað hvítkál og steiktar kartöflur og smakkaðist þetta sérdeilisvel, skyldi nú afhverju allir írsku kokkarnir höfðu mælt með staðnum.
Í dessert fékk ég mér bread and butter búðing með vanilluís sem toppaði hádegisverðinn gersamlega og það var einn sæll og ánægður sem gekk út í hversdagsleikann í Ballsbridge hverfinu í Dublin. Labbaði ég um í góða stund, en í þessu hverfi eru öll sendiráð erlendra ríkja og um þetta leiti dags var allt í lagi að vera utandyra.
Um kvöldið fór ég í bæinn og ætlaði að borða hjá Gary Rhodes en hann átti samkvæmt auglýsingu að vera með útibú í Dublin en þegar þangað var komið var lokað þannig að ég bað leigarann að finna góðan írskan stað og endaði á Chatham Brasserie ( www.chathambrasserie.ie ) og virkaði hann vel á mig við fyrstu sýn. Fékk mér sæti og skoðaði matseðillinn með bensín á kantinum, svo pantaði ég steiktar fiskkökur með fersku salati og hvítlaukssósu og í aðalrétt Nauta og Guinness bjór kássu ( Stew ) með kartöflumauki og smjördeigsbakstri, reyndust þetta vera afbragðsréttir og svolítið skemmtilegt samspil bragða af nautinu í bland við bjórinn.
Beint upp á hótel í rúmið góða í síðasta sinn því árla morguns átti að yfirgefa Dublin og halda til London og ef ég hefði haft hin minnsta grun um hvað næsti sólarhringur myndi bjóða upp á hefði ég ekki sofið dúr um nóttina, en sem betur fer vissi ég það ekki.
Eins og þið hafið eflaust tekið eftir að þá hefur kartöflumauk komið við sögu í öllum aðalréttum sem ég hef borðað í Dublin. Þetta er gert með vilja því ég hef elt uppi írska rétti bæði til að kynna fyrir ykkur og til að ballancera á móti keppnismatnum. Írar eru mikil kartöfluþjóð og tók maður eftir því að það var nánast bara notað rótargrænmeti og allt lífrænt ræktað og alveg dúndurbragð af því.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin