Keppni
Svíar sigruðu í heimsmeistaramóti ungra bakara – Hekla og Stefanía fengu sérverðlaun – Myndir
Heimsmeistaramót ungra bakara var haldið á Íslandi nú á dögunum en mótið fór fram í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi.
Keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972 og var það Landssamband bakarameistara (LABAK) sem stóð að undirbúningi keppninnar hér á Íslandi.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Svíþjóð
2. sæti – Spánn
3. sæti – Frakkland
Löndin sem kepptu til úrslita voru Ísland, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Kína.
Bakarnir Hekla Guðrún Þrastardóttir og Stefanía Malen Guðmundsdóttir kepptu fyrir hönd íslands og stóðu sig frábærlega og fengu sérverðlaun fyrir skipulagningu og góða samvinnu.
Með fylgir myndir frá facebook síðu Menntaskólans í Kópavogi sem gerði góð skil á keppninni.
- Sýningarstykkið frá Íslenska liðinu
- Hlaðborðið frá Íslenska liðinu
Myndir: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars