Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sushisamba verður Sushi Social
„Sushi Social er nýja nafnið okkar og við erum að fíla það í botn!“
, segir í tilkynningu frá veitingastaðnum Sushi Social, betur þekktur sem SushiSamba á facebook síðu staðarins.
Nafnið vísar bæði í djúsí sushi-ið sem staðurinn er þekktastur fyrir og líka í stemninguna, tengslin og það samfélag sem er staðurinn, gestirnir og að njóta og hafa gaman saman. Á næstu dögum breytist nafnið á vefnum, heimasíðunni þeirra, inni á staðnum o.s.frv.
Ekkert annað mun breytast, ennþá sami góði maturinn, sama djúsí sushi-ið, sömu góðu kokteilana og stemninguna.
Forsagan er sú að erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. Töldu þeir að verið væri að nota nafnið í leyfisleysi þar sem þeir töldu sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu. Íslenski staðurinn tapaði málinu fyrir Hæstarétti og þarf þ.a.l. að skipta um nafn.
Myndir: facebook / Sushi Social Reykjavik
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður







