Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sushisamba verður Sushi Social
„Sushi Social er nýja nafnið okkar og við erum að fíla það í botn!“
, segir í tilkynningu frá veitingastaðnum Sushi Social, betur þekktur sem SushiSamba á facebook síðu staðarins.
Nafnið vísar bæði í djúsí sushi-ið sem staðurinn er þekktastur fyrir og líka í stemninguna, tengslin og það samfélag sem er staðurinn, gestirnir og að njóta og hafa gaman saman. Á næstu dögum breytist nafnið á vefnum, heimasíðunni þeirra, inni á staðnum o.s.frv.
Ekkert annað mun breytast, ennþá sami góði maturinn, sama djúsí sushi-ið, sömu góðu kokteilana og stemninguna.
Forsagan er sú að erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. Töldu þeir að verið væri að nota nafnið í leyfisleysi þar sem þeir töldu sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu. Íslenski staðurinn tapaði málinu fyrir Hæstarétti og þarf þ.a.l. að skipta um nafn.
Myndir: facebook / Sushi Social Reykjavik

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss