Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sushisamba verður Sushi Social
„Sushi Social er nýja nafnið okkar og við erum að fíla það í botn!“
, segir í tilkynningu frá veitingastaðnum Sushi Social, betur þekktur sem SushiSamba á facebook síðu staðarins.
Nafnið vísar bæði í djúsí sushi-ið sem staðurinn er þekktastur fyrir og líka í stemninguna, tengslin og það samfélag sem er staðurinn, gestirnir og að njóta og hafa gaman saman. Á næstu dögum breytist nafnið á vefnum, heimasíðunni þeirra, inni á staðnum o.s.frv.
Ekkert annað mun breytast, ennþá sami góði maturinn, sama djúsí sushi-ið, sömu góðu kokteilana og stemninguna.
Forsagan er sú að erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. Töldu þeir að verið væri að nota nafnið í leyfisleysi þar sem þeir töldu sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu. Íslenski staðurinn tapaði málinu fyrir Hæstarétti og þarf þ.a.l. að skipta um nafn.
Myndir: facebook / Sushi Social Reykjavik
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús







