Uppskriftir
Sunnudagskaka með bláberjum og appelsínu
Sunnudagskakan er ólífuolíu kaka með bláberjum og appelsínu.
Að nota olífuolíu í köku gerir hana fáránlega mjúka og góða og hún helst þannig í nokkra daga.
Einföld í framkvæmd með góðum hráefnum:
210 g ólífuolía
300 g mjólk
3 egg
115 g safi úr appelsínu
275 g sykur
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
250 g hveiti
250 g fersk bláber
1 msk appelsínubörkur rifinn
Aðferð:
Hitið ofninn upp í 180°c. Blandið olíu, mjólk, eggjum og safanum úr appelsínunum saman í skál. Hrærið svo þurrefnunum saman við með sleif eða sleikju. Bætið svo bláberjunum og berkinum út í í lokin.
Klæðið kökuform með smjörpappír. Deigið er frekar þunnt svo passið að formið leki ekki. Bakið kökuna í 45 mínútur. Takið hana úr ofninum og leyfið henni að standa í 20 mínútur áður en þið takið hana úr forminu.
Geggjuð með kaffinu.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi