Uppskriftir
Sunnudagskaka með bláberjum og appelsínu
Sunnudagskakan er ólífuolíu kaka með bláberjum og appelsínu.
Að nota olífuolíu í köku gerir hana fáránlega mjúka og góða og hún helst þannig í nokkra daga.
Einföld í framkvæmd með góðum hráefnum:
210 g ólífuolía
300 g mjólk
3 egg
115 g safi úr appelsínu
275 g sykur
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
250 g hveiti
250 g fersk bláber
1 msk appelsínubörkur rifinn
Aðferð:
Hitið ofninn upp í 180°c. Blandið olíu, mjólk, eggjum og safanum úr appelsínunum saman í skál. Hrærið svo þurrefnunum saman við með sleif eða sleikju. Bætið svo bláberjunum og berkinum út í í lokin.
Klæðið kökuform með smjörpappír. Deigið er frekar þunnt svo passið að formið leki ekki. Bakið kökuna í 45 mínútur. Takið hana úr ofninum og leyfið henni að standa í 20 mínútur áður en þið takið hana úr forminu.
Geggjuð með kaffinu.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.

-
Keppni5 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt4 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala