Uppskriftir
Sunnudagskaka með bláberjum og appelsínu
Sunnudagskakan er ólífuolíu kaka með bláberjum og appelsínu.
Að nota olífuolíu í köku gerir hana fáránlega mjúka og góða og hún helst þannig í nokkra daga.
Einföld í framkvæmd með góðum hráefnum:
210 g ólífuolía
300 g mjólk
3 egg
115 g safi úr appelsínu
275 g sykur
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
250 g hveiti
250 g fersk bláber
1 msk appelsínubörkur rifinn
Aðferð:
Hitið ofninn upp í 180°c. Blandið olíu, mjólk, eggjum og safanum úr appelsínunum saman í skál. Hrærið svo þurrefnunum saman við með sleif eða sleikju. Bætið svo bláberjunum og berkinum út í í lokin.
Klæðið kökuform með smjörpappír. Deigið er frekar þunnt svo passið að formið leki ekki. Bakið kökuna í 45 mínútur. Takið hana úr ofninum og leyfið henni að standa í 20 mínútur áður en þið takið hana úr forminu.
Geggjuð með kaffinu.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir










