Vertu memm

Uppskriftir

Sunnudagskaka með bláberjum og appelsínu

Birting:

þann

Sunnudagskaka með bláberjum og appelsínu

Sunnudagskakan er ólífuolíu kaka með bláberjum og appelsínu.

Að nota olífuolíu í köku gerir hana fáránlega mjúka og góða og hún helst þannig í nokkra daga.

Einföld í framkvæmd með góðum hráefnum:

210 g ólífuolía
300 g mjólk
3 egg
115 g safi úr appelsínu
275 g sykur
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
250 g hveiti
250 g fersk bláber
1 msk appelsínubörkur rifinn

Aðferð:
Hitið ofninn upp í 180°c. Blandið olíu, mjólk, eggjum og safanum úr appelsínunum saman í skál. Hrærið svo þurrefnunum saman við með sleif eða sleikju. Bætið svo bláberjunum og berkinum út í í lokin.

Klæðið kökuform með smjörpappír. Deigið er frekar þunnt svo passið að formið leki ekki. Bakið kökuna í 45 mínútur. Takið hana úr ofninum og leyfið henni að standa í 20 mínútur áður en þið takið hana úr forminu.

Geggjuð með kaffinu.

Hrefna Rósa Sætran

Hrefna Rósa Sætran.
Mynd: Björn Árnason

Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið