Uppskriftir
Súkkulaðiterta
160 g hveiti
50 g kakó
1 tsk. natrón
1/4 tsk. salt
200 g sykur
140 g smjör
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk. vanilludropar
Aðferð:
Stillið ofninn á 175 gráðu hita og smyrjið hringmót sem er að minnsta kosti 5 cm djúpt og 22 cm í þvermál. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Bræðið smjörið og hrærið því út í ásamt
helmingnum af mjólkinni. Hrærið deigið í 2 mínútur. Bætið þá í það eggjum, vanilludropum og því sem eftir er af mjólkinni.
Hrærið enn í 2 mínútur.
Setjið deigið í mótið og bakið kökuna neðst í ofni í 40-45 mínútur. Takið kökuna út úr ofninum, hvolfið henni á grind og látið kólna.
Fylling:
1 1/2 dl sulta
100 g suðusúkkulaði
1 msk. smjör
Aðferð:
Kljúfið kökuna í þrjá jafnþykka botna. Smyrjið sultu á milli laga.
Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og hrærið saman við það 1 msk. af smjöri. Smyrjið súkkulaðinu ofan á tertuna.
Smjörkrem
50 g suðusúkkulaói
60 g smjör
30 g flórsykur
1 eggjarauða
1 msk. kalt vatn
Aðferð:
Þeytið saman 60 g af smjöri og 30 g af flórsykri. Bætið eggjarauðunni út í og þeytið vel áður en 1 msk. af köldu vatni er bætt í.
Bræðið loks súkkulaðið í vatnsbaði og kælið það, en látið það ekki storkna.
Hrærið því síðan saman við smjörkremið og sprautið kreminu utan á hliðar tertunnar.
Úr matreiðslubókinni Mömmumatur
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






