Uppskriftir
Súkkulaðiterta
160 g hveiti
50 g kakó
1 tsk. natrón
1/4 tsk. salt
200 g sykur
140 g smjör
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk. vanilludropar
Aðferð:
Stillið ofninn á 175 gráðu hita og smyrjið hringmót sem er að minnsta kosti 5 cm djúpt og 22 cm í þvermál. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Bræðið smjörið og hrærið því út í ásamt
helmingnum af mjólkinni. Hrærið deigið í 2 mínútur. Bætið þá í það eggjum, vanilludropum og því sem eftir er af mjólkinni.
Hrærið enn í 2 mínútur.
Setjið deigið í mótið og bakið kökuna neðst í ofni í 40-45 mínútur. Takið kökuna út úr ofninum, hvolfið henni á grind og látið kólna.
Fylling:
1 1/2 dl sulta
100 g suðusúkkulaði
1 msk. smjör
Aðferð:
Kljúfið kökuna í þrjá jafnþykka botna. Smyrjið sultu á milli laga.
Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og hrærið saman við það 1 msk. af smjöri. Smyrjið súkkulaðinu ofan á tertuna.
Smjörkrem
50 g suðusúkkulaói
60 g smjör
30 g flórsykur
1 eggjarauða
1 msk. kalt vatn
Aðferð:
Þeytið saman 60 g af smjöri og 30 g af flórsykri. Bætið eggjarauðunni út í og þeytið vel áður en 1 msk. af köldu vatni er bætt í.
Bræðið loks súkkulaðið í vatnsbaði og kælið það, en látið það ekki storkna.
Hrærið því síðan saman við smjörkremið og sprautið kreminu utan á hliðar tertunnar.
Úr matreiðslubókinni Mömmumatur

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk