Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Súkkulaðisérverslun á Granda og í Hjartagarðinum

Birting:

þann

Matarmarkaður Búrsins - 15.-16. nóv. 2014

Karl Viggó með Omnom kynningu í Matarmarkaði Búrsins
Omnom var stofnað árið 2013 af félögunum Óskari Þórðarsyni, Kjartani Gíslasyni, Karli Viggó Vigfússyni og André Visage.
Mynd: Helga Björnsdóttir

Á und­an­förn­um tveim­ur og hálfu ári hef­ur Omnom súkkulaðigerðin notið sí­vax­andi vin­sælda og hef­ur fram­leiðslan verið auk­in sam­hliða því.

Frá upp­hafi hef­ur verk­smiðjan verið í gömlu bens­ín­stöðinni við Aust­ur­strönd en vegna pláss­leys­is flyt­ur fyr­ir­tækið nú í byrj­un maí út á Granda þar sem sér­stök Omnom versl­un verður einnig til staðar sem og kynn­ing­araðstaða fyr­ir áhuga­sama.  Á vef Morgunblaðsins segir að í júní er svo stefnt að því að opna aðra sér­versl­un við nýja Canopy hót­elið á Hverf­is­götu, inn í Hjarta­g­arðinum.

Ítarlegri umfjöllun um Omnom súkkulaðigerðina er hægt að lesa á mbl.is með því að smella hér.

Fleira tengt efni:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/omnom/feed/“ number=“12″ ]

 

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið