Vertu memm

Uppskriftir

Súkkulaðikaka með berja coulis – Passar í einn millidjúpan Gastróbakka

Birting:

þann

Klassísk uppskrift fyrir stóreldhús

Passar í einn millidjúpan Gastróbakka. Helmingið uppskriftina til að baka í heimilisskúffu.

Lúxus-skúffukaka

Það má segja að þessi kaka sé svona lúxus-skúffukaka.

500 gr ósaltað smjör
10 egg
300 gr sykur
100 gr púðusykur
8 tsk lyftiduft
6 tsk vanillusykur
6 dl hveiti
4 dl kakó
300 gr dökkt, rifið súkkulaði

1 kg frosin blönduð ber
500 gr flórsykur

Blandið saman berjunum við flórsykurinn og látið standa við stofuhita í 3-4 klst. Framreiðið með kökunni.

Bræðið smjörið rólega. Þeytið saman egg, vanillusykur, púðusykur og sykur í 10 mínútur. Hrærið smjörið rólega saman við eggjablönduna.

Sigtið hveiti, kakó og lyfiduft og blandið rólega saman við deigið ásamt helming af súkkulaði með sleif eða sleikju. Hellið helming deigsins í gastróbakkann (Smjörpappír undir).

Stráið seinni helmings súkkulaðis jafnt yfir og hellið síðan rest af deiginu þar yfir. Hitið ofninn í 180 gráður í 5 mínútur og lækkið síðan í ofninum í 150 gráður og setjið kökuna í ofninn.

Bakið á miðlungs viftuhraða í 35 mínútur. Kælið og framreiðið.

Þessa köku má líka baka daginn áður.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið