Uppskriftir
Súkkulaðikaka með berja coulis – Passar í einn millidjúpan Gastróbakka
Passar í einn millidjúpan Gastróbakka. Helmingið uppskriftina til að baka í heimilisskúffu.
Lúxus-skúffukaka
Það má segja að þessi kaka sé svona lúxus-skúffukaka.
500 gr ósaltað smjör
10 egg
300 gr sykur
100 gr púðusykur
8 tsk lyftiduft
6 tsk vanillusykur
6 dl hveiti
4 dl kakó
300 gr dökkt, rifið súkkulaði
1 kg frosin blönduð ber
500 gr flórsykur
Blandið saman berjunum við flórsykurinn og látið standa við stofuhita í 3-4 klst. Framreiðið með kökunni.
Bræðið smjörið rólega. Þeytið saman egg, vanillusykur, púðusykur og sykur í 10 mínútur. Hrærið smjörið rólega saman við eggjablönduna.
Sigtið hveiti, kakó og lyfiduft og blandið rólega saman við deigið ásamt helming af súkkulaði með sleif eða sleikju. Hellið helming deigsins í gastróbakkann (Smjörpappír undir).
Stráið seinni helmings súkkulaðis jafnt yfir og hellið síðan rest af deiginu þar yfir. Hitið ofninn í 180 gráður í 5 mínútur og lækkið síðan í ofninum í 150 gráður og setjið kökuna í ofninn.
Bakið á miðlungs viftuhraða í 35 mínútur. Kælið og framreiðið.
Þessa köku má líka baka daginn áður.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






