Uppskriftir
Súkkulaðikaka með berja coulis – Passar í einn millidjúpan Gastróbakka
Passar í einn millidjúpan Gastróbakka. Helmingið uppskriftina til að baka í heimilisskúffu.
Lúxus-skúffukaka
Það má segja að þessi kaka sé svona lúxus-skúffukaka.
500 gr ósaltað smjör
10 egg
300 gr sykur
100 gr púðusykur
8 tsk lyftiduft
6 tsk vanillusykur
6 dl hveiti
4 dl kakó
300 gr dökkt, rifið súkkulaði
1 kg frosin blönduð ber
500 gr flórsykur
Blandið saman berjunum við flórsykurinn og látið standa við stofuhita í 3-4 klst. Framreiðið með kökunni.
Bræðið smjörið rólega. Þeytið saman egg, vanillusykur, púðusykur og sykur í 10 mínútur. Hrærið smjörið rólega saman við eggjablönduna.
Sigtið hveiti, kakó og lyfiduft og blandið rólega saman við deigið ásamt helming af súkkulaði með sleif eða sleikju. Hellið helming deigsins í gastróbakkann (Smjörpappír undir).
Stráið seinni helmings súkkulaðis jafnt yfir og hellið síðan rest af deiginu þar yfir. Hitið ofninn í 180 gráður í 5 mínútur og lækkið síðan í ofninum í 150 gráður og setjið kökuna í ofninn.
Bakið á miðlungs viftuhraða í 35 mínútur. Kælið og framreiðið.
Þessa köku má líka baka daginn áður.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






