Uppskriftir
Súkkulaðibitasmákökur með heslihnetum og sjávarsalti
Varúð! Þessar kökur eru gríðarlega ávanabindandi og það er með öllu ómögulegt að fá sér bara eina!
Súkkulaði, heslihnetur og salt passa svo afskaplega vel saman í þessum smákökum sem eru með smá stökkum köntum en mjúkri miðju.
18 kökur:
Smjör (ósaltað), 225 g
Púðursykur, 180 g
Sykur, 120 g
Egg, 1 stk
Vanillufræ, 0,5 tsk / Rapnuzel (má líka nota 2 tsk vanilludropa)
Hveiti, 210 g
Borðsalt, 1,25 tsk
Lyftiduft, 0,5 tsk
Matarsódi, 0,25 tsk
Súkkulaðibitar, 300 g
Heilar heslihnetur, 60 g
Flögusalt, 2 msk
Aðferð:
Forhitið ofn í 190°C með yfir og undirhita.
Bræðið smjörið. Hrærið vandlega saman bráðið smjör, púðursykur og sykur með góðri sleikju þar til allt hefur samlagast að fullu. Þetta tekur 1-2 mín með handafli.
Hrærið eggið því næst saman við ásamt vanillufræjum þar til blandan er orðin glansandi og eggið hefur samlagast að fullu. Þetta tekur um 1 mín með handafli.
Bætið hveiti, borðsalti, lyftidufti og matarsóda út í skálina og hrærið þar til til allt hefur samlagast.
Saxið heslihnetur og bætið út í skálina ásamt súkkulaðibitunum og blandið vel saman.
Leggið ofnpappír á bökunarplötu.
Myndið 6 kúlur svipaðar að stærð og golfkúlur og raðið á bökunarplötu með góðu millibili þar sem kökurnar dreifa svolítið úr sér.
Bakið í 8-10 mín í miðjum ofni. Stráið sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær koma úr ofninum og látið kólna í nokkrar mín á plötunni áður en kökurnar eru færðar á kæligrind.
Endurtakið með restina af deiginu.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir