Uppskriftir
Súkkulaðibitasmákökur með heslihnetum og sjávarsalti
Varúð! Þessar kökur eru gríðarlega ávanabindandi og það er með öllu ómögulegt að fá sér bara eina!
Súkkulaði, heslihnetur og salt passa svo afskaplega vel saman í þessum smákökum sem eru með smá stökkum köntum en mjúkri miðju.
18 kökur:
Smjör (ósaltað), 225 g
Púðursykur, 180 g
Sykur, 120 g
Egg, 1 stk
Vanillufræ, 0,5 tsk / Rapnuzel (má líka nota 2 tsk vanilludropa)
Hveiti, 210 g
Borðsalt, 1,25 tsk
Lyftiduft, 0,5 tsk
Matarsódi, 0,25 tsk
Súkkulaðibitar, 300 g
Heilar heslihnetur, 60 g
Flögusalt, 2 msk
Aðferð:
Forhitið ofn í 190°C með yfir og undirhita.
Bræðið smjörið. Hrærið vandlega saman bráðið smjör, púðursykur og sykur með góðri sleikju þar til allt hefur samlagast að fullu. Þetta tekur 1-2 mín með handafli.
Hrærið eggið því næst saman við ásamt vanillufræjum þar til blandan er orðin glansandi og eggið hefur samlagast að fullu. Þetta tekur um 1 mín með handafli.
Bætið hveiti, borðsalti, lyftidufti og matarsóda út í skálina og hrærið þar til til allt hefur samlagast.
Saxið heslihnetur og bætið út í skálina ásamt súkkulaðibitunum og blandið vel saman.
Leggið ofnpappír á bökunarplötu.
Myndið 6 kúlur svipaðar að stærð og golfkúlur og raðið á bökunarplötu með góðu millibili þar sem kökurnar dreifa svolítið úr sér.
Bakið í 8-10 mín í miðjum ofni. Stráið sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær koma úr ofninum og látið kólna í nokkrar mín á plötunni áður en kökurnar eru færðar á kæligrind.
Endurtakið með restina af deiginu.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






