Uppskriftir
Súkkulaðibitakökur með möndlum
Þessi uppskrift hefur fylgt fjölskyldunni á aðventunni, undanfarnar þrjár kynslóðir að minnsta kosti. Fyrir mér eru þessar kökur, bragð jólanna.
Uppskriftin:
400 gr smjör
200 gr púðusykur
200 gr sykur
500 gr hveiti
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 bolli muldar möndlur
150 gr suðusúkkulaði í bitum
1/2 tsk vanillusykur
Allt hrært saman og látið hvílast í nokkrar klukkustundir í kæli. Mótað í litlar kúlur og sett á bökunarplötu. Hafið gott bil á milli. Ýtið létt á kúlurnar með gaffli.
Bakið við 180 gráður fallega brúnar.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






