Uppskriftir
Súkkulaðibitakökur með möndlum
Þessi uppskrift hefur fylgt fjölskyldunni á aðventunni, undanfarnar þrjár kynslóðir að minnsta kosti. Fyrir mér eru þessar kökur, bragð jólanna.
Uppskriftin:
400 gr smjör
200 gr púðusykur
200 gr sykur
500 gr hveiti
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 bolli muldar möndlur
150 gr suðusúkkulaði í bitum
1/2 tsk vanillusykur
Allt hrært saman og látið hvílast í nokkrar klukkustundir í kæli. Mótað í litlar kúlur og sett á bökunarplötu. Hafið gott bil á milli. Ýtið létt á kúlurnar með gaffli.
Bakið við 180 gráður fallega brúnar.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10