Frétt
Súkkulaði Omnom er komið í verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum
Súkkulaði íslenska fyrirtækisins Omnom er komið í sölu í 25 Whole Foods verslunum á North West svæðinu í Bandaríkjunum, þar á meðal í Kaliforníu.
„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur, sérstaklega núna þar sem um 50% af tekjum okkar hurfu á einu bretti út af fækkun ferðamanna,“
segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom í samtali við Viðskiptablaðið sem fjallar nánar um málið hér.
Fyrirtækið á einnig í viðræðum við stóra dreifingaraðila í Noregi og Danmörku. Að sögn Óskars hafa Omnom vörurnar fengið góðar viðtökur í Þýskalandi og fyrirtækið hefur einnig byrjað að selja í netsölu í Kína.
Velta Omnom árið 2019 nam 343 milljónum króna sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Í dag starfa 16 manns hjá fyrirtækinu.
Mynd: Smári / veitingageirinn.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Starfsmannavelta20 klukkustundir síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað