Frétt
Súkkulaði Omnom er komið í verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum
Súkkulaði íslenska fyrirtækisins Omnom er komið í sölu í 25 Whole Foods verslunum á North West svæðinu í Bandaríkjunum, þar á meðal í Kaliforníu.
„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur, sérstaklega núna þar sem um 50% af tekjum okkar hurfu á einu bretti út af fækkun ferðamanna,“
segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom í samtali við Viðskiptablaðið sem fjallar nánar um málið hér.
Fyrirtækið á einnig í viðræðum við stóra dreifingaraðila í Noregi og Danmörku. Að sögn Óskars hafa Omnom vörurnar fengið góðar viðtökur í Þýskalandi og fyrirtækið hefur einnig byrjað að selja í netsölu í Kína.
Velta Omnom árið 2019 nam 343 milljónum króna sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Í dag starfa 16 manns hjá fyrirtækinu.
Mynd: Smári / veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






