Frétt
Súkkulaði Omnom er komið í verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum
Súkkulaði íslenska fyrirtækisins Omnom er komið í sölu í 25 Whole Foods verslunum á North West svæðinu í Bandaríkjunum, þar á meðal í Kaliforníu.
„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur, sérstaklega núna þar sem um 50% af tekjum okkar hurfu á einu bretti út af fækkun ferðamanna,“
segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom í samtali við Viðskiptablaðið sem fjallar nánar um málið hér.
Fyrirtækið á einnig í viðræðum við stóra dreifingaraðila í Noregi og Danmörku. Að sögn Óskars hafa Omnom vörurnar fengið góðar viðtökur í Þýskalandi og fyrirtækið hefur einnig byrjað að selja í netsölu í Kína.
Velta Omnom árið 2019 nam 343 milljónum króna sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Í dag starfa 16 manns hjá fyrirtækinu.
Mynd: Smári / veitingageirinn.is
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000