Smári Valtýr Sæbjörnsson
Súkkulaði gegn brjóstakrabbameini
Nú í vikunni hófst sala á sérhönnuðu og sérframleiddu Omnom súkkulaði fyrir styrktarfélagið Göngum saman, en 100% af söluandvirði þess fer í rannsóknir á brjóstakrabbameini.
Omnom gaf alla sína vinnu; bæði hönnunina og súkkulaðið og þar sem kostnaður hjá Göngum saman er enginn, rennur allt söluandvirði beint til þessa nauðsynlega verkefnis.
Göngum saman fagnar 10 ára afmæli í ár og nálguðust forsvarsmenn samtakanna Omnom um einhvers konar samstarf af því tilefni sem leiddi til þessa rausnarlega framlags fyrirtækisins. Göngum saman Omnom súkkulaðið inniheldur 3 mismunandi tegundir súkkulaðis og fóru 400 pakkningar í sölu. Hver pakkning kostar 3.500 krónur og eins og áður sagði fara 3.500 krónur af því til rannsókna á brjóstakrabbameini.
„Þegar kjarnakonurnar hjá Göngum saman leituðu eftir samstarfi var auðvelt að segja já. Við vildum leggja okkar af mörkum til að styðja þetta mikilvæga verkefni og gefum því okkar framlag með stolti og ánægju svo fólk geti styrkt Göngum saman“
, segir Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Omnom.
Göngum saman og Omnom efna til smakk- og söluveislu í húsnæði Omnom að Hólmaslóð 4 en auk þess er hægt að kaupa Göngum saman Omnom súkkulaðið í verslun Hlínar Reykdal að Fiskislóð 75, í verslun Aurum og Epal.
Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og hefur veitt íslenskum vísindamönnum 70 milljónir í styrki frá upphafi. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og vikulegar göngur félagsins eru opnar öllum áhugasömum. Upplýsingar um stað og stund er að finna á heimasíðu samtakanna gongumsaman.is og á facebook síðu félagsins.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið