Frétt
Stútfullt efni úr veitingabransanum í nýjasta Bændablaðinu
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega í prentformi, en blaðið inniheldur margvíslegan fróðleik fyrir bændur og alla áhugamenn um landbúnað og lífið í hinum dreifðu byggðum. Upplag Bændablaðsins er að jafnaði 32.000 eintök og því er dreift um allt land.
Fjölmargar fréttir úr veitingabransanum er í nýjasta Bændablaðinu, t.a.m. fjallað er um Veitingahúsið Flúðasveppir Farmers Bistro sem var var formlega opnað fimmtudaginn 7. september síðastliðinn að auki fjölmargar myndir frá opnunni.
Sölufélag garðyrkjumanna vill bjóða íslenskum skólabörnum íslenska framleiðslu, en í sumar hóf nýtt veitingasvið fyrirtækisins að þjónusta leikskóla.
Músa-málið mikla er til umfjöllunar í blaðinu þar sem dauð mús fannst í innfluttu salati sem keypt var á veitingahúsinu Fresco við Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík. Grunur er um að músin hafi verið í spænsku spínati sem var hluti salatsins.
Veiðigarparnir og kokkarnir Hinrik Ingi Guðbjartsson og Hafþór Óskarsson í flottri umfjöllun í Bændablaðinu þegar þeir fór í veiðar í sumar. Hinrik Ingi sölu- og markaðsstjóri hjá Esju Gæðafæði var á hreindýraslóðum og skaut tarf rétt við Möðrudal og Hafþór eigandi Progastro fór á laxveiðar í Miðfjarðará þar sem hann veiddi úrillan hæng í Sandgilshylnum sem var síðar mældur 93 cm;
„já, ég náði að toppa mig. Síðan var ekkert annað að gera en að kyssa hann bless og þakka honum fyrir frábæra baráttu“
, sagði Hafþór í samtali við Bændablaðið.
Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu, og Denis Grbic, kokkur í Grillinu á Hótel Sögu og Kokkur ársins 2016 eru í léttu spjalli við Bændablaðið. Fjallað er um að annað árið í röð hafa kokkarnir á Hótel Sögu farið í samstarf með bændum á Vopnafirði og Héraði um kaup á 500 heilum lambaskrokkum frá 5 býlum. Kjötið er nýtt í öllum deildum hótelsins,
bæði veitingasviði og í starfsmannamötuneyti.
Að sjálfsögðu er fjallað um Kokkur ársins 2017 sem fram fór í Flóa í Hörpu 23. september s.l. þar sem Hafsteinn Ólafsson starfandi matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður á Deplar Farm / Strikinu. Í þriðja sæti var Víðir Erlingsson matreiðslumaður á Bláa Lóninu.
Eins og greint var frá hér á veitingageirinn.is þá tók Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson við stjórn í Grillinu;
„Ég sé helling af möguleikum hér í Grillinu.“
, sagði Sigurður í samtali við Bændablaðið sem birtir skemmtilegt viðtal við þennan metnaðarfulla matreiðslumann.
Að lokum gefur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari uppskrift af Taco-tríó með kjúklingi, rækjum og steik.
Smellið hér til að skoða Bændablaðið.
Mynd: bbl.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir