Markaðurinn
Stout gráðaostur snýr aftur
Ostóberveisla Mjólkursamsölunnar hefur fært landsmönnum ýmsar spennandi ostanýjungar síðustu ár og er Stout gráðaostur þar á meðal.
Osturinn kom tímabundið á markað í kringum þorrann en seldist hratt upp og er því gaman að segja frá því að osturinn góði er nú kominn aftur í sölu. Stout gráðaostur er þroskaður í Stout bjórnum Garúnu frá Borg Brugghúsi og er hér um skemmtilegt samstarfsverkefni að ræða.
Bragðið er sætt og litað bragðtónum af mildum gráðaosti, brögðóttu súkkulaði, kaffi og lakkís. Hér er á ferðinni forvitnilegur ostur sem unnendur bjórs og blámygluosta ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






