Markaðurinn
Stórkostlegur bás Expert á Stóreldhússýningunni 2024 vekur athygli: Nýtt vörumerki veitingasviðs Fastus kynnt til leiks
Bás Expert á Stóreldhússýningunni 2024 í Laugardalshöll sló í gegn og vakti mikla athygli þeirra sem sóttu sýninguna, þar á meðal matreiðslufólks og rekstraraðila úr veitingageiranum. Á sýningunni kynnti Fastus ehf nýja vörumerki sitt á veitingasviðinu: Expert, sem setur mark sitt á sölu og þjónustu við íslenskan veitingaiðnað. Einkennisliturinn er grænn og var hann vel áberandi í öllu kynningarefni og setti stemningsblæ yfir allt rýmið.
Expert er leiðandi á Íslandi í tækjum, búnaði og rekstrarvörum fyrir veitingageirann, með víðtækt þjónustuframboð í gegnum öflugt sölu- og tæknisvið.
„Við erum stoltir af því að geta boðið alhliða þjónustu fyrir veitingaiðnaðinn—allt frá teikningu og skipulagi stóreldhúsa yfir í val á réttum vörum, tækjum, uppsetningu, viðgerðum, varahlutum og eftirfylgni,“
segir Jóhannes, sölustjóri Expert.
„Við höfum verið með í mörgum af stærri verkefnum stóreldhúsa á Íslandi, þar sem sérfræðingar okkar hafa lagt sitt af mörkum með þekkingu og áratuga reynslu“.
Þátttakendur og gestir sýningarinnar voru hæstánægðir með bás Expert, þar sem hlýtt viðmót og fagmennska réði ríkjum.
„Það hefur verið virkilega gaman að taka á móti matreiðslufólki landsins og kynna fyrir þeim nýja og græna strauma“
bætti Jóhannes við.
Með nýja vörumerkinu, Expert, hyggst Fastus ehf. halda áfram að styðja við íslenska veitingageirann með framúrskarandi vörum, heildstæðri þjónustu og nýjum áherslum.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði