Frétt
Stóreldhús 2009
Sýningin/ráðstefnan STÓRELDHÚSIÐ 2007 þótti takast einstaklega vel. Mikil ánægja meðal sýnenda og gesta sem voru fjölmargir alls staðar að af landinu. Hefur nú verið ákveðið að sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2009 verði haldin á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október.
Almenningi er ekki boðið á sýninguna heldur eingöngu – fagfólki af stóreldhúsasviði. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaði munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir stóreldhúsum. STÓRELDHÚSIÐ 2009 hefst kl. 12.00 og stendur til u.þ.b. kl. 18.30.
Í tilefni af sýningunni verður að gefið út veglegt kynningarrit sem fer til ráðstefnugesta. Ekki er að efa að starfsfólki á stóreldhúsasviði gefst þarna einstakt tækifæri til að sjá allt það nýjasta á sviðinu og líka að hitta og blanda geði við félagana. Tekið skal fram að allt er frítt fyrir fagfólkið á sýningunni og endilega taka dagana frá!
Með góðri kveðju, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri
STÓRELDHÚSIÐ 2009
Mynd: grand.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






