Frétt
Stóreldhús 2009
Sýningin/ráðstefnan STÓRELDHÚSIÐ 2007 þótti takast einstaklega vel. Mikil ánægja meðal sýnenda og gesta sem voru fjölmargir alls staðar að af landinu. Hefur nú verið ákveðið að sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2009 verði haldin á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október.
Almenningi er ekki boðið á sýninguna heldur eingöngu – fagfólki af stóreldhúsasviði. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaði munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir stóreldhúsum. STÓRELDHÚSIÐ 2009 hefst kl. 12.00 og stendur til u.þ.b. kl. 18.30.
Í tilefni af sýningunni verður að gefið út veglegt kynningarrit sem fer til ráðstefnugesta. Ekki er að efa að starfsfólki á stóreldhúsasviði gefst þarna einstakt tækifæri til að sjá allt það nýjasta á sviðinu og líka að hitta og blanda geði við félagana. Tekið skal fram að allt er frítt fyrir fagfólkið á sýningunni og endilega taka dagana frá!
Með góðri kveðju, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri
STÓRELDHÚSIÐ 2009
Mynd: grand.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






