Uppskriftir
Steiktur skötuselur með kræklingi í anisrjóma

Þráinn Júlíusson með dóttur sinni á matreiðslukeppninni Kokkur ársins 2019.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
Aðalréttur fyrir fjóra
Innihald:
920 gr hreinsaður skötuselur
320 gr tígulskornar kartöflur
240 gr fennel (grófskorið eftir endilöngu)
24 stk skrældir aspastoppar (ca.10cm)
24 stk hreinsaðir kræklingar
8 dl rjómi
2 stk tjörnuanis
salt og pipar
sykur
1 msk ósaltað smjör
Aðferð:

Skötuselur er gríðarlega hausstór og kjaftvíður. Neðri kjálkinn nær fram fyrir þann efri. Munnurinn er breiður og nær yfir allt höfuðið og í báðum kjálkum eru hvassar tennur sem allar vísa aftur.
Mynd: úr safni
Skötuselurinn er brúnaður á öllum hliðum í olíu á mjög heitri pönnu og síðan bakaður í ofni í ca.7 mínútur á 200°C.
Kartöflurnar eru skrældar og skornari ca.1cm þykka tígla. Fennelið er skorið í tvennt eftir endilöngu og stilkurinn fjarlægður.
Afgangurinn er skorinn gróft eftirendilöngu sömuleiðis.
Brúnið kartöflurnar og fennelið í smjöri á rólegum hita þar til blandan er elduð í gegn. Kryddið með salti, pipar og örlitlum sykri.
Aspasinn er næst skrældur og skorinn í ca.10cm lengjur. Notið toppana eingöngu. Snöggsjóðið í mjög söltu vatni í ca.3mínútur og setjið strax í ískalt vatn. Rjóminn er soðinn niður til helminga með anisinum og örlitlum pipar.
Síðan er smjörinu bætt út í sósuna. Saltið eftir smekk.
Kræklingurinn er settur í sósuna rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Höfundur er Þráinn Júlíusson matreiðslumaður.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss