Uppskriftir
Steiktur skötuselur með kræklingi í anisrjóma
Aðalréttur fyrir fjóra
Innihald:
920 gr hreinsaður skötuselur
320 gr tígulskornar kartöflur
240 gr fennel (grófskorið eftir endilöngu)
24 stk skrældir aspastoppar (ca.10cm)
24 stk hreinsaðir kræklingar
8 dl rjómi
2 stk tjörnuanis
salt og pipar
sykur
1 msk ósaltað smjör
Aðferð:
Skötuselurinn er brúnaður á öllum hliðum í olíu á mjög heitri pönnu og síðan bakaður í ofni í ca.7 mínútur á 200°C.
Kartöflurnar eru skrældar og skornari ca.1cm þykka tígla. Fennelið er skorið í tvennt eftir endilöngu og stilkurinn fjarlægður.
Afgangurinn er skorinn gróft eftirendilöngu sömuleiðis.
Brúnið kartöflurnar og fennelið í smjöri á rólegum hita þar til blandan er elduð í gegn. Kryddið með salti, pipar og örlitlum sykri.
Aspasinn er næst skrældur og skorinn í ca.10cm lengjur. Notið toppana eingöngu. Snöggsjóðið í mjög söltu vatni í ca.3mínútur og setjið strax í ískalt vatn. Rjóminn er soðinn niður til helminga með anisinum og örlitlum pipar.
Síðan er smjörinu bætt út í sósuna. Saltið eftir smekk.
Kræklingurinn er settur í sósuna rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Höfundur er Þráinn Júlíusson matreiðslumaður.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni21 klukkustund síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann