Uppskriftir
Steiktur saltfiskur með basil Hollandaise sósu, gulrótum og chorizo skinku
Aðalréttur fyrir 4 manns
Uppskrift – Pækill
1 líter vatn, 100 gr salt, 4 stk anis, 4 stk kardimommur. Hitið pækilinn svo saltið leysist upp. Kælið svo aftur. Leggið svo 1 kg af þorskhnakka í pækilinn í 3 klst.
Skolið hann svo (ekki útvatna) skerið í ca 4 steikur eða 8 bita. Hitið pönnuna vel, setjið olíu á hana, steikið fiskinn svo á annarri hliðinni í ca 2-3 mín og setjið svo 3 teninga af smjöri útá.
Snúið svo fisknum við og klárið að elda hann. 2-3 mín.
Hollandaise sósa
4 eggjarauður
400 gr brætt smjör
eplaedik
salt
Þeytið eggjarauður í vatnsbaði þar til þær byrja að þykkna, hellið svo bræddu smjörinu rólega útí og þeytið, smakkið svo til með ediki og salt.
Basilolía
Basil 100 gr
Olía 50 ml.
Setjið í blender i ca 2-3 mínútur, sigtið svo olíuna.
Chorizo skinka
Skerið í litla teninga og steikið á pönnu í 2-3 mín
Íslenskar gulrætur
Setjið gulrætur á plötu eða eldfast form og setjið smá olíu og hunangi á þær. Bakið gulrætur svo við 170 gráður í c.a 20 mín og takið út. Skerið þær til og kryddið með salt og pipar.
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Sjávargrillsins.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun