Uppskriftir
Steiktur lax með volgu spergilkál og eplasalati – Paleo
Með Paleo mataræði þá máttu borða allt magurt kjöt, ljóst eða rautt, allt sjávarfang og eins mikið og þú vilt af ávöxtum, berjum og grænmeti sem ekki inniheldur sterkju. Þú mátt ekki borða mjólkurvörur, morgunkorn, baunir, sterkju eða unnar matvörur. Heimild mataraedi.is
Innihald:
2 x 200 gr laxastykki
1 gott búnt klettasalat
150 gr græn afhýdd epli í litlum bitum
2 spergilkálshöfuð skorin í litla vendi eða bita
Safi úr einni sítrónu
Ólífuolía
Salt og pipar
Aðferð:
Laxinn er steiktur á pönnu á hefbundin hátt. Færður upp á disk og haldið heitum. Pannan er hituð vel með olíunni og spergilkálið er steikt þar til það tekur lit.
Eplunum er bætt á og pannan tekin af hitanum. Kryddað til með salti og pipar.
Að síðustu er safanum hellt yfir og klettasalatið sett saman við. Framreitt með laxinum. Hafið vel af olíunni því að hún er í raun sósan með þessum rétti.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu