Uppskriftir
Steikarsalat með ananas- og engiferdressingu
Tvær 200 gramma nautasteikur eru lagðar í viskí- og púður-sykurskryddlög í a.m.k. 1 klukkustund (sjá uppskrift hér að neðan).
Taktu steikurnar úr kryddleginum og skelltu á mjög heitt grill. Grillaðu að eigin ósk, í 2-3 mínútur á hvorri hlið til að fá kjötið meðalhrátt (medium-rare).
Láttu steikurnar standa í um 10 mínútur áður en þú skerð þær svo kjötið haldi safanum og meyrni (ef þú skerð það of fljótt rennur allur safinn úr kjötinu og út á diskinn eða brettið). Skerðu steikurnar í rúmlega sentimetra þykkar sneiðar.
Pískaðu saman dressinguna, en geymdu ananasbitana og steinseljuna þar til síðast og bættu því varlega saman við (sjá uppskrift hér að neðan).
Helltu dressingunni yfir salatið og settu skammt á hvern disk og steikarsneiðar yfir.
Viskí- og púðursykurskryddlögur
1 tsk sítrónubörkur
1 tsk appelsínubörkur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir og maukaðir, eða pressaðir
80 ml búrbonviskí eða Jack Daniels
¼ þéttfullur bolli af ljósum púðursykri
120 ml Kikkoman sojasósa
1 msk Bahncke Dijon-sinnep
1 tsk af sterkri sósu að eigin vali
Blandaðu öllu saman í grunnri skál og helltu yfir kjötið sem á að kryddleggja, láttu standa í a.m.k. klukkustund í ísskáp. Lengri kryddlögn gerir kjötið bragðmeira, sérstaklega ef sneiðarnar eru þykkar. Snúðu kjötinu af og til, eða settu í stóran, lokaðan plastpoka og snúðu öðru hvoru.
Ananas- og engiferdressing
1 msk Kikkoman sojasósa
5 msk Sun Glory ananassafi
½ tsk fínt rifin engiferrót
½ tsk sesamolía, ljós eða dökk
1 miðlungsstór hvítlauksgeiri, maukaður eða saxaður
1 tsk Meli hunang
1 msk Isio 4 canola- eða græn-metisolía
2 msk ferskur límónusafi
¼ tsk malaðar rauðar piparflögur
1 msk söxuð fersk steinselja
¼ bolli ferskur ananas í ten-ingum
Öllu blandað saman í skál.
Höfundur: Völundur Snær Völundarson matreiðslumaður
Mynd: úr safni
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum