Uppskriftir
Spaghetti með hvítlauk, chili og ólífuolíu
Grunnurinn að þessari uppskrift er að nota góða ólífuolíu og þá er hér á ferðinni einfaldur og góður réttur. Einfalt er að bæta réttinn með t.d. ansjósum, spergilkáli eða grænmeti að eigin ósk en oft á tíðum er einfaldleikinn bestur.
Aðalréttur fyrir 4
360 g spaghetti
2 góðar skvettur ólífuolía
5 stórir geirar hvítlauks, fíntsaxaðir
¼ tsk. þurrkað rautt chili
1 lúka steinselja, söxuð
Maldon-salt
Aðferð:
Á meðan pastað er að sjóða í miklu söltu vatni hitum við olíuna með hvítlauknum og chiliinu. Passa þarf að laukurinn brúnist ekki.
Þegar pastað er soðið al dente, er vatninu hellt vel af og blandað saman við olíuna ásamt steinseljunni, hrært vel í og saltað eftir smekk.
Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?