Uppskriftir
Spaghetti með hvítlauk, chili og ólífuolíu
Grunnurinn að þessari uppskrift er að nota góða ólífuolíu og þá er hér á ferðinni einfaldur og góður réttur. Einfalt er að bæta réttinn með t.d. ansjósum, spergilkáli eða grænmeti að eigin ósk en oft á tíðum er einfaldleikinn bestur.
Aðalréttur fyrir 4
360 g spaghetti
2 góðar skvettur ólífuolía
5 stórir geirar hvítlauks, fíntsaxaðir
¼ tsk. þurrkað rautt chili
1 lúka steinselja, söxuð
Maldon-salt
Aðferð:
Á meðan pastað er að sjóða í miklu söltu vatni hitum við olíuna með hvítlauknum og chiliinu. Passa þarf að laukurinn brúnist ekki.
Þegar pastað er soðið al dente, er vatninu hellt vel af og blandað saman við olíuna ásamt steinseljunni, hrært vel í og saltað eftir smekk.
Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni20 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann