Uppskriftir
Sörur – Uppskriftin af Sætran Sörum aka Hrefnum
Sörur eru örugglega bestu jólasmákökur sem til eru! Ég skellti mér í Sörugerð síðustu helgi en ákvað að breyta aðeins og prufa nýtt.
Það besta við Sörurnar finnst mér smjörkremið. Mjúkt kaffibragðið sem bráðnar í munninum. Bara gott. Dökkt súkkulaði er oft dálítið beiskt og finnst mér það stela dáltið senunni þannig að ég ákvað að hjúpa Sörurnar með rjómasúkkulaði.
Svo setti ég rice krispís í staðin fyrir muldar möndlur. Báðar breytingarnar fannst mér vera til góðs og eru Sörurnar eru allavegna alveg að klárast heima hjá mér.
Hérna er uppskriftin sem ég notaðist við:
3 stk eggjahvítur
3 dl flórsykur
4 dl rice krispís
Aðferð: Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar. Bætið flórsykrinum smátt og smátt saman við. Blandið rice krispísinu svo saman við með sleikju í lokin. Setjið með tsk á smjörpappír (gott að smyrja hann aukalega með smjöri svo auðveldara sé að ná kökunum af) og bakið við 180 gráður í 8 mínútur.
6 stk eggjarauður
300 g mjúkt smjör
1 dl sýróp
2 msk kakóduft
1 msk sterkt kaffi
Aðferð: Þeytið rauðurnar í hrærivél. Hellið sýrópinu í mjórri bunu út í hægt og rólega. Þeytið þar til rauðurnar eru dáltið stífar. Skerið smjörið í litla kubba og bætið rólega útí en þeytið áfram á fullu. Bætið svo kakóinu og kaffinu út í í lokin og þeytið alveg í 10 mínútur áfram þar til kremið er létt. Smyrjið kreminu á kalda botnana, kælið Sörurnar og dýfið svo toppnum upp úr bræddu rjómasúkkulaði
Tvö góð ráð við bakstur. Takið út smjörstykkið kvöldinu áður og geymið það úti á borði yfir nótt svo það sé allt jafn lint þegar þið bakið. Gott er að strjúka innan úr hrærivélaskálinni með smá ediki til að hún verið alveg fitulaus og hrein. Þannig verða þeytast eggjahvíturnar betur og verða umfangsmeiri.
Höfundur: Hrefna Sætran
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu