Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sölvi B. Hilmarsson sæmdur Cordon Bleu orðu Klúbbs matreiðslumeistara

Bræðurnir Bjarki Ingþór formaður orðunefndar og Sölvi B. Hilmarssynir og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var nýverið á hótel Geysi í Haukadal var Sölva B. Hilmarssyni matreiðslumeistara veitt Cordon Bleu orða Klúbbs matreiðslumeistara en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.
Sölvi er Selfyssingur en hefur starfað víða um land þó lengst af á suðurlandi. Áhugi Sölva fyrir matreiðslu byrjaði mjög snemma með allskonar tilraunastarfsemi á æskuheimilinu þar sem hann eldaði hádegismat fyrir fjölskylduna.
Formlegt nám hófs svo á Aski á Suðurlandsbraut en klárði svo námið hjá Lárusi Loftssyni á Veitingamanninum en Sölvi tók svo við rekstrinum ásamt fleirum.
Eftir einhvert flakk um landið, þar sem hann starfaði t.d. á Laugum fór Sölvi aftur á Selfoss þar sem hann hóf störf hjá Sælkeravinnslunni og tók svo yfir þann rekstur og rak veisluþjónustu á suðurlandi til margra ára ásamt því að reka verslunina Rimlakjör á Litla Hrauni.
Sölvi hefur undanfarið ár starfað í Hvíta húsinu á Selfossi, hann tók þátt í stofnun KM suðurland haustið 2023 og er í forsvari fyrir deildina ásamt Bjartmari Pálmasyni og Bjarna Hauk Guðnasyni.
Það er sjaldan lognmolla í kringum Sölva og var hann ritari í stjórn KM 2006-2007 ásamt því að hafa verið með rétt á Hátíðarkvöldverði KM.
Sjá einnig: Óskar Finnsson sæmdur Cordon Bleu
Sjá einnig: Snædís Xyza Mae Ocampo sæmd Cordon Bleu
Myndir: kokkalandslidid.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?