Markaðurinn
Sölustjóri kjötiðnaðardeildar – Samhentir
Við leitum að öflugum aðila í starf sölustjóra kjötiðnaðardeildar Samhentra. Helstu verkefni snúa að sölu, þjónustu, vöruþróun og ráðgjöf til viðskiptavina í kjötiðnaði og matvælavinnslum. Viðkomandi mun þjónusta viðskiptavini varðandi hvers konar umbúðatengdar lausnir, véla- og pökkunarlausnir ásamt kryddi, íblöndunarefnum og öðrum tegundum efnum og lausnum.
Hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi t.d. kjötiðn eða matvælafræði.
- Þekking og áhugi á matvælaiðnaði
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Skipulagsfærni og traust vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Samhentir Kassagerð ehf var stofnað árið 1996. Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun, frá því að vera lítið sprotafyrirtæki í stærsta umbúðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Lykillinn að framgangi fyrirtækisins liggur í góðum tengslum við viðskipavini og birgja félagsins, vönduðu og reynslumiklu starfsfólki ásamt áherslu á gæði og nýjungar.
Frekari upplýsingar veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, [email protected]

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum