Markaðurinn
Sölustjóri kjötiðnaðardeildar – Samhentir
Við leitum að öflugum aðila í starf sölustjóra kjötiðnaðardeildar Samhentra. Helstu verkefni snúa að sölu, þjónustu, vöruþróun og ráðgjöf til viðskiptavina í kjötiðnaði og matvælavinnslum. Viðkomandi mun þjónusta viðskiptavini varðandi hvers konar umbúðatengdar lausnir, véla- og pökkunarlausnir ásamt kryddi, íblöndunarefnum og öðrum tegundum efnum og lausnum.
Hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi t.d. kjötiðn eða matvælafræði.
- Þekking og áhugi á matvælaiðnaði
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Skipulagsfærni og traust vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Samhentir Kassagerð ehf var stofnað árið 1996. Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun, frá því að vera lítið sprotafyrirtæki í stærsta umbúðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Lykillinn að framgangi fyrirtækisins liggur í góðum tengslum við viðskipavini og birgja félagsins, vönduðu og reynslumiklu starfsfólki ásamt áherslu á gæði og nýjungar.
Frekari upplýsingar veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, [email protected]
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt10 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur