Markaðurinn
Sölufulltrúi á fyrirtækjamarkaði í söludeild Mjólkursamsölunnar
Mjólkursamsalan óskar eftir að ráða öflugan sölufulltrúa á fyrirtækjamarkað í söludeild félagsins í Reykjavík. Undir fyrirtækjamarkað heyrir sala og markaðsetning á öllum vörum MS til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.
Starfssvið:
- Sala og uppbygging viðskiptatengsla
- Greining tækifæra á markaði
- Vörukynningar þ.m.t. kynning nýrra vara til viðskiptavina
- Þátttaka í tilboðs- og samningagerð við viðskiptavini
- Innri markaðssetning nýrra vara til samstarfsfólks
- Ýmis tilfallandi verkefni í söludeild
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Mikil þjónustulund
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. úr matreiðslu, framleiðslu eða þjónn er ákjósanlegur bakgrunnur
- Árangursrík starfsreynsla af sölu, helst af fyrirtækjamarkaði
- Góð þekking á stóreldhúsamarkaði
- Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
- Mjög góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðað viðhorf
- Brennandi áhugi á sölustörfum
- Vilja til að takast á við áskoranir
- Færni í almennri tölvunotkun
- Góð enskukunnátta
Starfshlutfall er 100% og um framtíðarstarf er að ræða. Frekari upplýsingar um starfið veitir sölustjóri MS: Aðalsteinn H Magnússon, [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta11 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac