Frétt
Søllerød Kro er Veitingahús Norðurlanda 2018 – ÓX á meðal tilnefndra
![Nordic prize 2018](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2019/05/nordic-prize-2018-ox.jpg)
Matreiðslumeistararnir á ÓX.
Hafsteinn Ólafsson, Þráinn Freyr Vigfússon og Georg Arnar Halldórsson
Mynd: facebook / ÓX
Í gær var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Danmörku Veitingahús ársins á Norðurlöndum og var það Michelin veitingastaðurinn Søllerød Kro í Danmörku sem hreppti titilinn.
Veitingastaðurinn ÓX á Íslandi var á meðal tilnefndra, en þau veitingahús sem tilnefnd voru: ÓX frá Íslandi, Maaemo frá Noregi, Grön frá Finnlandi, Frantzen frá Svíþjóð og Søllerød Kro frá Danmörku.
Sjá einnig: ÓX tilnefnt sem veitingahús ársins 2018
![Nordic prize 2018](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2019/05/nordic-prize-2018.jpg)
Frá vinstri: Bent Christensen stofnandi Nordic Prize, Arne Ronold frá norsku dómnefndinni og Leif Friis Jørgensen og Jan Restorff og sonur hans Torur, báðir frá Søllerød Kro.
Mynd: thenordicprize.org
Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Verðlaunin voru veitt af Leif Friis Jørgensen frá danska Mjólkursamsölunni, sem er aðalstyrktaraðili Nordic Prize.
Þeir veitingastaðir sem hafa fengið Nordic Prize verðlaunin eru:
2018: Søllerød Kro, Søllerød
2017: Sabi Omakase, Stavanger
2015: MAAEMO, Oslo
2014: KOKS, Torshavn
2013: Geranium, Rasmus Kofoed & Søren Ledet
2012: Maaemo, Esben Holmboe
2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
2009: noma, René Redzepi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu