Vertu memm

Frétt

Søllerød Kro er Veitingahús Norðurlanda 2018 – ÓX á meðal tilnefndra

Birting:

þann

Nordic prize 2018

Matreiðslumeistararnir á ÓX.
Hafsteinn Ólafsson, Þráinn Freyr Vigfússon og Georg Arnar Halldórsson
Mynd: facebook / ÓX

Í gær var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Danmörku Veitingahús ársins á Norðurlöndum og var það Michelin veitingastaðurinn Søllerød Kro í Danmörku sem hreppti titilinn.

Veitingastaðurinn ÓX á Íslandi var á meðal tilnefndra, en þau veitingahús sem tilnefnd voru: ÓX frá Íslandi, Maaemo frá Noregi, Grön frá Finnlandi, Frantzen frá Svíþjóð og Søllerød Kro frá Danmörku.

Sjá einnig: ÓX tilnefnt sem veitingahús ársins 2018

Nordic prize 2018

Frá vinstri: Bent Christensen stofnandi Nordic Prize, Arne Ronold frá norsku dómnefndinni og Leif Friis Jørgensen og Jan Restorff og sonur hans Torur, báðir frá Søllerød Kro.
Mynd: thenordicprize.org

Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Verðlaunin voru veitt af Leif Friis Jørgensen frá danska Mjólkursamsölunni, sem er aðalstyrktaraðili Nordic Prize.

Þeir veitingastaðir sem hafa fengið Nordic Prize verðlaunin eru:

2018: Søllerød Kro, Søllerød
2017: Sabi Omakase, Stavanger
2015: MAAEMO, Oslo
2014: KOKS, Torshavn
2013: Geranium, Rasmus Kofoed & Søren Ledet
2012: Maaemo, Esben Holmboe
2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
2009: noma, René Redzepi

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið