Vín, drykkir og keppni
Sóley sýnir frá einum stærsta vínviðburði Spánar fyrir fagfólk á Snapchat Veitingageirans
Barselóna iðar þessa dagana af lífi, eða víni öllu heldur. Barcelona Wine Week, einn stærsti vínviðburður Spánar fyrir fagfólk, stendur yfir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Á sýninguna mæta tæplega 1000 vínframleiðendur frá öllum framleiðsluhéruðum Spánar með afurðir sínar og ætla má að tegundir vína séu vel yfir 10.000.
Þar er að finna allan skalann í vínframleiðslu, klassísk spænsk rauðvín, náttúruvín þar sem eins lítið er átt við ferlið og komist er upp með, vín sem er ætlað almennum markaði og vín sem fer aldrei inn í búðir heldur bara á öftustu síður í vínseðlum veitingahúsa.
Mikið af heimsþekktum spænskum framleiðendum taka þátt og innan um þá má finna litla framleiðendur sem eru bara með 4-5 tegundir í litlu upplagi. Heimsókn á hátíðina er því sérstaklega skemmtileg leið til að sjá breiddina sem Spænski vínheimurinn hefur upp á að bjóða.
Sýningin dregur að sér fagfólk í vín- og matvælageiranum alls staðar að úr heiminum, meðal annars Sóleyju Björk Guðmundsdóttur sem sýnir frá hátíðinni á snapchat aðgangi Veitingageirans.
Sóley er vínfræðingur og búsett í Barselóna þar sem hún býður upp á vínsmakkanir, tapasrölt um borgina og skipuleggur heimsóknir til vínframleiðenda, auk þess að halda úti instagram síðunni A table for one in Barcelona, sjá nánar hér.
View this post on Instagram
Aðsendar myndir: Sóley Björk Guðmundsdóttir

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins