Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Sóley sýnir frá einum stærsta vínviðburði Spánar fyrir fagfólk á Snapchat Veitingageirans

Birting:

þann

Sóley sýnir frá einum stærsta vínviðburði Spánar fyrir fagfólk á Snapchat Veitingageirans

Sóley Björk Guðmundsdóttir

Barselóna iðar þessa dagana af lífi, eða víni öllu heldur. Barcelona Wine Week, einn stærsti vínviðburður Spánar fyrir fagfólk, stendur yfir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Á sýninguna mæta tæplega 1000 vínframleiðendur frá öllum framleiðsluhéruðum Spánar með afurðir sínar og ætla má að tegundir vína séu vel yfir 10.000.

Sóley sýnir frá einum stærsta vínviðburði Spánar fyrir fagfólk á Snapchat Veitingageirans

Þar er að finna allan skalann í vínframleiðslu, klassísk spænsk rauðvín, náttúruvín þar sem eins lítið er átt við ferlið og komist er upp með, vín sem er ætlað almennum markaði og vín sem fer aldrei inn í búðir heldur bara á öftustu síður í vínseðlum veitingahúsa.

Sóley sýnir frá einum stærsta vínviðburði Spánar fyrir fagfólk á Snapchat Veitingageirans

Mikið af heimsþekktum spænskum framleiðendum taka þátt og innan um þá má finna litla framleiðendur sem eru bara með 4-5 tegundir í litlu upplagi. Heimsókn á hátíðina er því sérstaklega skemmtileg leið til að sjá breiddina sem Spænski vínheimurinn hefur upp á að bjóða.

Sóley sýnir frá einum stærsta vínviðburði Spánar fyrir fagfólk á Snapchat Veitingageirans

Sýningin dregur að sér fagfólk í vín- og matvælageiranum alls staðar að úr heiminum, meðal annars Sóleyju Björk Guðmundsdóttur sem sýnir frá hátíðinni á snapchat aðgangi Veitingageirans.

Sóley er vínfræðingur og búsett í Barselóna þar sem hún býður upp á vínsmakkanir, tapasrölt um borgina og skipuleggur heimsóknir til vínframleiðenda, auk þess að halda úti instagram síðunni A table for one in Barcelona, sjá nánar hér.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by BarSolona (@atableforoneinbarcelona)

Aðsendar myndir: Sóley Björk Guðmundsdóttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið