Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Soho flytur í nýtt húsnæði | Opnar veitingastað í sama húsnæði
Veisluþjónustan Soho í Reykjanesbæ hefur flutt alla starfsemi sína úr gamla húsnæðinu í Grófinni 10c sem var tæplega 140 fermetrar í 340 fermetra húsnæði við Hrannargötu 6 (áður Ragnars bakarí).
Þegar fréttamaður veitingageirans leit við þá var Örn Garðarsson matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar Soho á fullu að undirbúa veislur, en gaf sér tíma í stutta skoðunarferð. Það er greinilegt að það er matreiðslumeistari sem hannaði veislueldhúsið, allt útpælt og virkilega vel heppnuð aðstaða.
Örn lét hanna húsnæðið i kringum þær stærðir sem þarf fyrir reksturinn, en hann setti upp tvo 12 fermetra walk-inn kæla og einn 12 fermetra walk-inn frysti, um 27 fermetra „boiling room“ þar sem öll eldun fer fram. Auk þess setti hann upp lager, skrifstofu, kaffistofu starfsmanna, búningsherbergi, þvotthús, uppvask og um 12 fermetra gróðurhús.
Nánari lýsing, upplýsingar og teikning af húsnæðinu má skoða með því að smella hér.
Að auki er gert ráð fyrir veitingastað í 50 fermetra veitingasal sem ekki er kominn í gagnið:
Ætlum að klára að koma okkur almennilega fyrir í eldhúsinu áður en við förum að framkvæma í veitingasalnum, en veitingastaðurinn ætti að verða klár með vorinu.
, sagði Örn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um veitingastaðinn sem kemur til með að taka um 30 manns í sæti.
Húsnæðið í Grófinni 10c þar sem Soho var til húsa er í eigu Arnars og er það núna til sölu.
Töluvert er bókað framundan hjá Erni, fermingar, brúðkaup, árshátíðir ofl. en hann getur núna tekið mun fleiri veislur að sér eftir flutninginn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt5 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu