Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Soho flytur í nýtt húsnæði | Opnar veitingastað í sama húsnæði

Örn Garðarsson með sleggjuna á lofti.
Framkvæmdir hófust í fyrra, en þessi mynd var tekin 14. júlí 2014
Veisluþjónustan Soho í Reykjanesbæ hefur flutt alla starfsemi sína úr gamla húsnæðinu í Grófinni 10c sem var tæplega 140 fermetrar í 340 fermetra húsnæði við Hrannargötu 6 (áður Ragnars bakarí).
Þegar fréttamaður veitingageirans leit við þá var Örn Garðarsson matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar Soho á fullu að undirbúa veislur, en gaf sér tíma í stutta skoðunarferð. Það er greinilegt að það er matreiðslumeistari sem hannaði veislueldhúsið, allt útpælt og virkilega vel heppnuð aðstaða.
Örn lét hanna húsnæðið i kringum þær stærðir sem þarf fyrir reksturinn, en hann setti upp tvo 12 fermetra walk-inn kæla og einn 12 fermetra walk-inn frysti, um 27 fermetra „boiling room“ þar sem öll eldun fer fram. Auk þess setti hann upp lager, skrifstofu, kaffistofu starfsmanna, búningsherbergi, þvotthús, uppvask og um 12 fermetra gróðurhús.
Nánari lýsing, upplýsingar og teikning af húsnæðinu má skoða með því að
smella hér.
Að auki er gert ráð fyrir veitingastað í 50 fermetra veitingasal sem ekki er kominn í gagnið:
Ætlum að klára að koma okkur almennilega fyrir í eldhúsinu áður en við förum að framkvæma í veitingasalnum, en veitingastaðurinn ætti að verða klár með vorinu.
, sagði Örn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um veitingastaðinn sem kemur til með að taka um 30 manns í sæti.
Húsnæðið í Grófinni 10c þar sem Soho var til húsa er í eigu Arnars og er það núna til sölu.
Töluvert er bókað framundan hjá Erni, fermingar, brúðkaup, árshátíðir ofl. en hann getur núna tekið mun fleiri veislur að sér eftir flutninginn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað














