Markaðurinn
Snillingur í innleiðingu og þjónustu
SalesCloud leitar eftir að ráða jákvæðan og lausnamiðaðan einstakling sem getur unnið sjálfstætt til að hafa umsjón með og sjá um innleiðingar viðskiptavina frá A til Ö. Viðkomandi aðili þarf að vera sveigjanlegur og geta unnið undir álagi þegar þarf að leysa mál viðskiptavina.
SalesCloud er ört vaxandi íslenskt fyrirtæki sem er að hefja vöxt erlendis. Fyrirtækið býður upp á lausnir sem auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að auka sölu í verslunum og á netinu, með öflugu sölukerfi í skýinu, sem hefur innbyggðar lausnir á borð við kassakerfi, vefsölu í gegnum heimasíður, bókanir og sjálfsafgreiðslu – svo eitthvað sé nefnt. SalesCloud veitir viðskiptavinum sínum neyðarþjónustu utan skrifstofutíma.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innleiðing nýrra viðskiptavina
- Ráðleggingar til nýrra og núverandi viðskiptavina varðandi notkun hugbúnaðar og tæknibúnaðar SalesCloud
- Kennsla til nýrra og núverandi viðskiptavina á hugbúnað og tæknibúnað SalesCloud
- Eftirfylgni við nýja viðskiptavini
- Þjónusta við núverandi viðskiptavini
- Hafa gaman að því að finna sameiginlega lausn á málum með viðskiptavinum
- Samvinna við tækniteymi SalesCloud um betrumbætur á vörum fyrirtækisins
- Skipulagning tækjabúnaðs og undirbúningur fyrir innleiðingar
- Sinna neyðarþjónustu nokkra daga í mánuði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenska og enska í ræðu og riti, skilyrði
- Sterk greiningar- og skipulagshæfni
- Reynsla af veitingageiranum mikill kostur
- Stundvísi og snyrtimennska, skilyrði
- Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






