Keppni
Snapchat veitingageirans frá þjónum til kokka – Undanúrslit í Kokkur ársins 2016 í dag
Snapchat veitingageirans hefur verið síðastliðna daga í höndum aðstandenda kokteilhátíðarinnar Reykjavík Cocktail Weekend (RCW).
Úrslitin í RCW drykkurinn, vinnustaðakeppninni og Íslandsmót barþjóna voru haldin í gærkvöldi í Gamla Bíói og verða sigurvegarnir kynntir sérstaklega í annarri frétt.
Undanúrslitarkeppnin í Kokkur ársins 2016 fer fram á veitingastaðnum Kolabrautinni í Hörpu í dag mánudaginn 8. febrúar og hefst núna klukkan 10.00 og stendur yfir til klukkan 15.00. Úrslit verða tilkynnt kl. 16.00 þar sem fimm bestu kokkarnir tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin verður í Hörpu laugardaginn 13. febrúar þar sem Kokkur ársins 2016 verður krýndur um kvöldið.
Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með keppninni og sjá meistara kokka að störfum.
Snapchat veitingageirans verður á staðnum og hvetjum alla að adda: veitingageirinn
Um Snapchat veitingageirans
Á Snapchat Veitingageirans er hægt að fylgjast með á bakvið tjöldin hjá veitingabransanum.
Hinir ýmsu einstaklingar úr bransanum skiptast á að sjá um Snappið og með því getum við skilað til ykkar fjölbreyttu og skemmtilegu efni.
Snapchat-aðgangur Veitingabransans er: veitingageirinn
Smellið hér til að skoða fréttayfirlit af Snapchat-gestum veitingageirans.
Hægt er að sækja um að vera gestur á Snapchat með því að senda á netfangið [email protected] eða í gegnum þetta einfalda form.
Myndir frá Reykjavík Cocktail Weekend: skjáskot úr Snapchat veitingageirans
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024