Viðtöl, örfréttir & frumraun
Snædís Xyza Mae Ocampo sæmd Cordon Bleu orðu Klúbbs matreiðslumeistara

Bjarki Ingþór Hilmarsson formaður orðunefndar, Snædís Xyza Mae Ocampo og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var nýverið á hótel Geysi í Haukadal var Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumeistara veitt Cordon Bleu orða Klúbbs matreiðslumeistara en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.
Snædís fæddist á Filippseyjum 1989 og flutti ung til Íslands, þrátt fyrir að oft hafi á móti blásið, kemur hún alltaf út sem sannur sigurvegari. Snædís ólst upp á Dalvík og flutti síðar til Reykjavíkur til að mennta sig í fatahönnun, en eftir að hafa kynnst matreiðslufaginu í aukavinnu á Sushi Social færði hún sig yfir í matreiðsluna. Hóf námið á Apótekinu, færði sig síðan á Hótel Sögu og útskrifaðist þaðan 2018. Hún starfar núna sem yfirmatreiðslumaður ION Hotel og er þjálfari Kokkalandsliðsins.
Snædís er þaulreynd í keppnismatreiðslu og hóf sín afskipti af Kokkalandsliðinu sem aðstoðarmaður 2015 og tók þátt ásamt liðinu á Ólympíuleikum 2016. Hún var svo fyrirliði liðsins þegar það náði sínum besta árangri og varð í 3. sæti á Ólympíuleikum 2020 samhliða því sem hún gekk með sitt fyrsta barn.
Hún tók við þjálfun liðsins í apríl 2023 og leiddi liðið aftur á pall þar sem það jafnaði árangur sinn frá 2020 og náði 3. sæti. Sem er eftirtektarverður árangur eftir skamma en snarpa 9 mánaða lotu í æfingum, en flest liðin æfðu í 2 ár fyrir mótið.
Snædís er flinkur fagmaður, okkur öllum frábær fyrirmynd, fær stjórnandi og sannur leiðtogi. Fremst á meðal jafningja!
Sjá einnig: Óskar Finnsson sæmdur Cordon Bleu
Sjá einnig: Sölvi B. Hilmarsson sæmdur Cordon Bleu
Myndir: kokkalandslidid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







