Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Smass opnar nýjan hamborgarastað í Mosfellsbæ
Í september opnaði nýr Smass hamborgarastaður í Háholti í Mosfellsbæ. Þetta er fjórði staðurinn undir sama nafni sem opnar á tæpum tveimur árum.
„Við erum nokkrir félagar úr Vesturbænum sem opnuðum fyrsta staðinn fyrir tæpum tveimur árum. Við höfum fengið frábærar viðtökur og þar sem yfirkokkurinn okkar, hann Magnús Jökull, er Mosfellingur lá beinast við að opna næsta stað í Mosó,“
segir Guðmundur Óskar, einn af eigendum Smass í samtali við bæjarblaðiðð Mosfellingur sem fjallar nánar um nýja staðinn hér.
Um Smass
Af heimasíðunni smass.is
Við erum nokkrir félagar sem eigum og rekum Smass og má segja að þessi vegferð hafi hafist þegar að Mummi flutti heim 2019. Hann hafði rekið hamborgarakeðju í Danmörku og ekki leið ekki á löngu þar til við fórum að tala um að það væri nú gaman að henda sér aftur í hamborgarana.
Við vildum þó prófa eitthvað nýtt og eftir að hafa farið um víðan völl og smakkað hamborgara í helstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna vorum við báðir á því að alvöru ,,smashborgara” vantaði á Íslandi. Hamborgari negldur niður á pönnuna með ,,American cheese” sem bráðnar á kjötinu og bjóða alvöru dillgúrkur, gott kartöflubrauð og fullkomna hamborgarasósu sem maður fær á vesturströnd Bandaríkjanna.
Eftir tilraunir og prófanir með hluti eins og fituprósentu, krydd, skurð á kjötinu og útbúa fullkominn smassara erum við bara algjörlega búnir að negla þetta – þótt við segjum sjálfir frá.
Mynd: facebook / Smassborgarar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla