Markaðurinn
Smákökukeppni Kornax 2023
Smákökukeppni Kornax hefur náð að festa sig í sessi í gegnum árin og notið síaukinna vinsælda. Keppnin er fyrir áhugabakara stóra sem smáa sem fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og keppa um bestu smákökuna.
Uppskriftin þarf að innihalda bæði Kornax hveiti og vöru/vörur frá Nóa Siríus. Kökunum skal skilað inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 15. nóvember.
Byrjað verður að taka á móti kökum 8. nóvember. Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun, lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Miða skal við að kökurnar sé ekki stærri en 5 cm í þvermál.
Rétt nafn, símanúmer, og uppskrift skal látin fylgja með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
Keppendur fá glaðning frá Kornax og Nóa Siríus fyrir að taka þátt.
Vegleg verðlaun
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú fyrstu sætin og eru þau ekki af verri endanum. Sá eða sú sem hreppir fyrsta sætið fær Kitchen Aid hrærivél frá Raflandi í lit að eigin vali, gjafabréf frá Nettó að andvirði 50 þúsund, gistinótt ásamt morgunverði fyrir tvo á Hótel Örk, gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðnum Apótekið, aðgangur að Sky Lagoon, ostakörfu frá Mjólkursamsölunni, gjafakörfu frá Nóa Síríus, Nesbú eggjum og Kornax hveiti.
Dómnefnd
Dómarar keppninnar í ár verður vinningshafi Kornax keppninnar 2022, Linda Björk Magnúsdóttir. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs og sölusviðs Nóa Sírius, Jóhannes Freyr deildarstjóri matvælasviðs Kornax og Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og matgæðingur.
Úrslit keppninnar verða kunngjörð að morgni 17. nóvember 2023.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?