Vertu memm

Markaðurinn

Smákökukeppni Kornax 2023

Birting:

þann

Smákökukeppni Kornax 2023

Smákökukeppni Kornax hefur náð að festa sig í sessi í gegnum árin og notið síaukinna vinsælda. Keppnin er fyrir áhugabakara stóra sem smáa sem fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og keppa um bestu smákökuna.

Uppskriftin þarf að innihalda bæði Kornax hveiti og vöru/vörur frá Nóa Siríus. Kökunum skal skilað inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 15. nóvember.

Byrjað verður að taka á móti kökum 8. nóvember. Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun, lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Miða skal við að kökurnar sé ekki stærri en 5 cm í þvermál.

Rétt nafn, símanúmer, og uppskrift skal látin fylgja með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.

Keppendur fá glaðning frá Kornax og Nóa Siríus fyrir að taka þátt.

Vegleg verðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir þrjú fyrstu sætin og eru þau ekki af verri endanum. Sá eða sú sem hreppir fyrsta sætið fær Kitchen Aid hrærivél frá Raflandi í lit að eigin vali, gjafabréf frá Nettó að andvirði 50 þúsund, gistinótt ásamt morgunverði fyrir tvo á Hótel Örk, gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðnum Apótekið, aðgangur að Sky Lagoon, ostakörfu frá Mjólkursamsölunni, gjafakörfu frá Nóa Síríus, Nesbú eggjum og Kornax hveiti.

Dómnefnd
Dómarar keppninnar í ár verður vinningshafi Kornax keppninnar 2022, Linda Björk Magnúsdóttir.  Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs og sölusviðs Nóa Sírius, Jóhannes Freyr deildarstjóri matvælasviðs Kornax og Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og matgæðingur.

Úrslit keppninnar verða kunngjörð að morgni 17. nóvember 2023.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið